Háskóli Íslands

Árið 2008

15. apríl 2008: Kenningar um ferli alþjóðavæðingar fyrirtækja.

Auður Hermannsdóttir, verkefnisstjóri hjá Viðskiptafræðistofnun, hélt erindi á málstofu þann 15. apríl síðastliðinn í Odda. Auður sagði frá rannsókn sem hún vinnur nú að ásamt Snjólfi Ólafssyni, prófessor,  Timothy Devinney, prófessor við Australian School of Business og Peter Buckldey, prófessor við Leeds University Business School. Rannsóknin er hluti af INTICE rannsóknaverkefni Viðskiptafræðistofnunar. Í rannsókninni er m.a. unnið með ýmsar kenningar um ferli alþjóðavæðingar fyrirtækja. Á málstofunni fór Auður yfir helstu kenningar sem settar hafa verið fram á síðustu áratugum og velti upp spurningum um hversu vel þær eiga við í dag.

 

1. apríl 2008: Stefnumiðuð nýsköpun hjá íslenskum fyrirtækjum.

Stella Stefánsdóttir, doktorsnemi við viðskipta- og hagfræðideild, hélt erindi á málstofu þann 1. apríl síðastliðinn í Odda. Hún fjallaði um þann hluta rannsóknarinnar sem nú er í vinnslu og snýr meðal annars að stöðu nýsköpunar í íslenskum fyrirtækum og samanburði við evrópsk fyrirtæki. Þá ræddi Stella einnig um markmið og næstu skref í rannsókninni.

 

4. mars 2008: Rannsóknastörf í Úrúgvæ.

Örn Daníel Jónsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, hélt erindi á málstofu þann 4. mars síðastliðinn í Gimli. Hann fjallaði um dvöl sína í Úrugvæ þar sem hann var við rannsóknir síðastliðinn vetur. Í Úrúgvæ dvaldist Örn Daníel við rannsóknastofnun háskóla sem fæst við nýsköpunarstefnu og frumkvæði, en hann hefur verið í samstarfi við forstöðumann stofnunarinnar.

 

19. febrúar 2008: Kynning á doktorsritgerð og rannsóknum.

Margrét Sigún Sigurðardóttir, aðjunkt við viðskipta- og hagfræðideild, hélt erindi á málstofu þann 19. febrúar síðastliðinn í Gimli. Margrét Sigrún fjallaði um doktorsritgerð sína, þær rannsóknir sem hún vinnur að um þessar mundir ásamt því sem er á döfinni hjá henni.

 

 

5. febrúar 2008: Kynning á INTICE rannsóknarverkefninu.

Snjólfur Ólafsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, hélt erindi á málstofu þann 5. febrúar síðastliðinn í Gimli. Snjólfur sagði frá rannsóknarverkefni sem nefnt hefur verið INTICE, þar sem alþjóðavæðing íslenskra fyrirtækja er rannsökuð frá ýmsum hliðum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is