Háskóli Íslands

Árið 2009

8. desember 2009: Þurftu bankarnir að skipta um nafn?

Friðrik Eysteinsson, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands flutti erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar þriðjudaginn 8. desember síðastliðinn.

Í fyrirlestrinum gerði Friðrik fyrstu atlögu að því að svara þeirri spurningu hvort bankarnir hafi þurft að skipta um nafn. Áður en henni var svarað fjallaði hann um vörumerki og hvað felst í vörumerkjavirði. Einnig fór hann í gegnum þau rök stjórnenda bankanna fyrir því að skipta um nafn. Hann kynnti niðurstöður erlendra rannsókna á tengslum ímyndar banka og trausts og annarra þátta sem geta haft áhrif á vörumerkjavirði þeirra.  Að lokum voru dregnar ályktanir af þeim niðurstöðum kannana sem gerðar voru á ímynd íslensku bankanna fyrir og eftir hrunið. Mikill fjöldi mætti á málstofuna og sköpuðust skemmtilegar umræður að erindinu loknu.

 

24. nóvember 2009: Rannsóknir á íslenskri fyrirtækja- og þjómenningu.

Snjólfur Ólafsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands flutti erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar þriðjudaginn 24. nóvember síðastliðinn.

Snjólfur hóf málstofuna með því að fjalla  um hugtakið menningu og í framhaldinu um helstu aðferðir sem hafa verið  notaðar af fræðimönnum við rannóknir á íslenskri fyrirtækja- og þjóðmenningu. En hvað er það sem einkennir íslenska fyrirtækja- og þjóðmenningu? Snjólfur benti á að ef til vill er það frumkvöðlamenning sem einkennir íslensk fyrirtæki en erfitt hefur verið að fá heildarmynd á íslenska fyrirtækjamenningu. Þegar horft er til íslenskrar þjómenningar er meginniðurstaðan sú að það er mikið jafnræði sem einkennir hana.

Hér má nálgast glærur Snjólfs frá málstofunni

 

10. nóvember 2009: Rannsóknir á samkeppnishæfni.

Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands flutti erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar þriðjudaginn 10. Nóvember síðastliðinn.

Runólfur Smári fjallaði um starfsemi Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni. Hún hefur hlutverki að gegna í verkefninu 20/20 Sóknaráætlun, sem unnið er að á vegum forsætisráðuneytisins og er ætlað að draga fram styrkleika og sóknarfæri lands og þjóðar og gera tillögur og áætlanir á grunni þeirra.  Í erindinu greindi hann frá þessari vinnu og því hvernig verið er að tengja verkefnið við bæði kennslu og rannsóknir í samkeppnishæfni .

 

27. október 2009: Hamar eða sög! Hugleiðing um rannsóknir

Þórhallur Guðlaugsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hélt erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar þriðjudaginn 27. október síðastliðinn.

Á málstofunni fór Þórhallur yfir helstu ástæður þess af hverju háskólakennarar ættu að stunda rannsóknir. En stefnumótun Háskóla Íslands gerir auknar kröfur til rannsóknavirkni kennara sem og stefna deildarinnar. Í erindinu var farið yfir frammistöðu viðskiptafræðideildar í rannsóknum síðustu ár og hún borin saman við frammistöðu annarra deilda. Margar leiðir er hægt að fara sem eru allt frá því að vera mjög aðgengilegar yfir í að vera mjög óaðgengilegar. Í erindinu fór Þórhallur yfir ýmsar leiðir sem gætu aukið rannsóknarvirkni kennara en mikilvægt er fyrir viðskiptafræðideild að hún eflist sem rannsóknareining.

 

13. október 2009: Áhrif stjórnrótar á heiðarleika

Kári Kristinsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hélt erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar þriðjudaginn 13. október síðastliðinn.

Á málstofunni fjallaði Kári um hvernig tilraunir í leikjafræði hafa verið notaðar til að rannsaka (ó)heiðarlega hegðun ásamt því hvernig hagfræðingar og sálfræðingar hafa misjafna sýn á þá hegðun. Kári kynnti rannsókn á tengslum stjórnrótar (locus of control) og heiðarleika. Hugmyndin um stjórnrót er vel þekkt úr rannsóknum í sálfræði og telst vera stöðugt persónuleika einkenni sem hefur víðtæk áhrif á stórt svið atferlis.

Nánari upplýsingar tengdar erindinu má nálgast hér.

 

29. september 2009: Höfundaréttur á tímum stafrænnar tækni

kristin_atladottir_4

Kristín Atladóttir, doktorsnemi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands var með erindi á fyrstu rannsóknamálstofu á þessu haustmisseri, 29. september síðastliðinn.

Hún fjallaði m.a. um að þegar rýnt er í eðli og uppbyggingu hinna skapandi atvinnuvega kemur í ljós að iðnaðurinn hvílir á höfundarréttarvarinni framleiðslu frumskapandi kjarnagreina. Stór hluti framleiðslunnar er efni sem í síauknum mæli er skapað, framleitt og dreift með stafrænum hætti. Með tilkomu netsins opnuðust leiðir til þess að dreifa slíku efni í miklu mæli án þess að lög um höfundarétt séu virt og án þess að framleiðendur fái greitt fyrir vöru sína. Á málstofunni fjallaði Kristín um hið hagræna eðli höfundaréttar og stöðu hans í stafrænu umhverfi.

 

26. maí 2009: Stefnumiðað samstarf starfandi fyrirtækja um vörunýsköpun.

Stella Stefánsdóttir, doktorsnemi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands flutti erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar þann 26. maí síðastliðinn. Þar fjallaði Stella um þá aðferðafræðilegu nálgun sem hún beitir í rannsóknaverkefni sínu sem snýr að stefnumiðuðu samstarfi starfandi fyrirtækja um vörunýsköpun.

 

Nánari upplýsingar tengdar erindinu má nálgast hér.

 

12. maí 2009: Hvernig styður skipulag við uppbyggingu og viðhald samkeppnisforskots?

Friðrik Eysteinsson, aðjúnkt í markaðsfræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands flutti erindi á rannsóknamálstofu viðskiptafræðistofnunar þann 12. maí síðastliðinn. Hann kynnti rannsókn sína á því hvernig skipulag fyrirtækja styður við uppbyggingu og viðhald samkeppnisforskots.

Í rannsókninni, sem hefur útgangspunkt í auðlindasýninni í stefnumiðaðri stjórnun, er athyglinni beint að skipulagi fyrirtækja eða O-inu í VRIO líkani J. B. Barney og tengslum þess við auðlindir og færni, aðra þætti í VRIO líkaninu og viðvarandi samkeppnisforskot.

Nánari upplýsingar tengdar erindinu má nálgast hér.

 

28. apríl 2009: Norræn Vátryggingafélög og umhverfismál

Lára Jóhannsdóttir, doktorsnemi við Viðskiptafræðideild  Háskóla Íslands flutti erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar þann 28. apríl síðastliðinn. Lára kynnti fyrir málstofugestum fyrirhugaða doktorsrannsókn sína en hennar verkefni snýr að norrænum vátryggingafélögum og umhverfismálum.

Rannsókninni er ætlað að leita svara við því hvers vegna umhverfisstjórnun er mikilvæg fyrir rekstur vátryggingafélaga og hversu víðtæk áhrif umhverfisstjórnun vátryggingafélaga getur haft á lausn umhverfistengdra vandamála sem við er að glíma. Lára fékk nokkuð af fróðlegum ábendingum og tillögum sem ef til vill eiga eftir að nýtast henni í þeirri rannsóknarvinnu sem framundan er.

Nánari upplýsingar tengdar erindinu má nálgast hér.

 

21. apríl 2009: Endurskoðun og rannsókn reikningsskila

Einar Guðbjartsson, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hélt erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar þann 21. apríl síðastliðinn. Viðfangsefni Einars var reikningsskil og rannsókn reikningsskila. Frá því 1990 og til dagsins í dag hafa fjölmörg reikningsskilasvik litið dagsins ljós. Nefndi hann dæmi um fyrirtæki eins og Enron og WordCom. Þessi tvö dæmi um reikningsskilasvik urðu vendipunktur við gerð reikningsskila og lagasetninga á því sviði. Bandarísku SOX-lögin voru innleidd í kjölfarið.

 

14. apríl 2009: "Mayby I should have"-Upplýsingamiðlun íslenskra ráðherra í efnahagshruninu haustið 2008

Katrín Pálsdóttir, fréttamaður og doktorsnemi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands flutti erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar þann 14. apríl síðastliðinn. Í erindi sínu sagði Katrín frá þeirri vinnu sem hún hefur farið í gegnum í doktorsverkefni sínu sem og næstu skrefum í ferlinu, en hún hóf vinnu við sitt doktorsverkefni í janúar á þessu ári.

Viðfangsefni Katrínar er upplýsingamiðlun íslenskra stjórnvalda í efnahagshruninu síðastliðið haust. Hún ætlar að leita svara við spurningunni: Hvernig var samskiptastjórnun og upplýsinganmiðlun ríkisstjórnar Íslands háttað í efnahagshruninu haustið 2008 í ljósi kenninga um áfallastjórnun og upplýsingamiðlun? Málstofugestir voru duglegir að koma með athugasemdir og ráðleggingar varðandi nálgun á efninu sem Katrín mun án efa nýta sér í sinni rannsóknavinnu.

 

7. apríl 2009: Hvor stjórnar Guð eða presturinn? Um leiðtogahlutverkið í kirkjunni og árangur í safnaðarstarfi

Ásdís Emilsdóttir Petersen doktorsnemi við Guðfræði-og trúarbragðafræðideild  Háskóla Íslands flutti erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar þann 7. apríl síðastliðinn. Ásdís kynnti fyrir málstofugestum þá rannsóknarvinnu sem hún hefur farið í gegnum í sínu doktorsverkefni en hennar verkefni snýr að leiðtogahlutverki innan kirkjunnar. Hún gerði grein fyrir rannsóknaraðferðum og fræðilegum nálgunum á sviði hagnýtrar guðfræði og stjórnunaraðferða um árangur.

Ásdís nefndi að rannsóknir á tengslum leiðtogahæfileika presta og árangursríkrar kirkjustarfsemi hafa ekki verið gerðar hér á landi og að erlendar rannsóknir eru einnig takmarkaðar. Aðeins er vitað um eina alþjóðlega könnun sem kemst næst því verkefni sem hún vinnur að.  Sú könnun fjallar um átta nauðsynlega gæðaþætti sem leiða til árangurs. Þýska stofnunin Institut für natürliche Gemeindeentwicklung (NCD) sér um að gera þessar kannanir í mismunandi kirkjudeildum um allan heim. Ásdís sagði frá því hvernig hún nýtir sér þessa könnun í sinni rannsókn og kynnti hún fyrstu niðurstöður á málstofunni.

Nánari upplýsingar tengdar erindinu má nálgast hér.

 

31. mars 2009: Skipulag skapandi atvinnugreina

margretMargrét Sigrún Sigurðardóttir, aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og doktorsnemi við Copenhagen Business School flutti erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar þann 31. mars síðastliðinn.

Í erindinu fjallaði Margrét um þær rannsóknir sem hún hefur unnið að undanfarið,  doktorsritgerð sína um skipulag breska tónlistariðnaðarins sem og ný útkomna bók, Penny for your thoughts, sem hún er meðhöfundur að.

Nálgast má samantekt um efni málstofunnar með því að smella hér.

 

24. mars 2009: How should I plan my Ph.D. research on cross-cultural management?

Linjie Chou, Ph.D student at the University of Iceland School of Business spoke at  a research seminar which was held the 24th of March by the Institute of Business Research. Linjie talked about his research idea which is to study Chinese companies in the Nordic countries and Nordic companies in China. His main focus will be on how Chinese and Nordic managers can better understand each other and what they have to consider when managing in different cultures. Linjie talked about how national culture and company culture are difficult concepts to define and study. He also explained what cultural ecology is and his idea of constructing a cultural ecology related management model for conducting his research.

Further information related to Linjie´s research:

fang-2006

Seminar-Executive notes

 

17. mars 2009: Samskipti á vinnumarkaði - Staða stéttarfélaga

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands flutti erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar þann 17. mars síðastliðinn. Gylfi fjallaði um helstu nálganir vinnumarkaðsfræðanna sem móta samskipti aðila vinnumarkaðarins. Jafnframt fjallaði hann um stöðu stéttarfélaga í dag, en því hefur stundum verið haldið fram að stéttarfélög hafi á undanförnum áratugum átt í nokkurs konar tilvistarkreppu.

Nálgast má samantekt Gylfa um efni málstofunnar með því að smella hér.

 

3. mars 2009: Nýting ytri upplýsinga í stöðugri nýsköpun

Gunnar Óskarsson, doktorsnemi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands flutti erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar þann 3. mars síðastliðinn. Í erindi sínu sagði Gunnar frá þeirri rannsóknarvinnu sem hann hefur farið í gegnum í doktorsverkefni sínu og reifaði með málstofugestum næstu skref í ferlinu. Margir málstofugesta tóku til máls um verkefni Gunnars og komu með gagnlegar ábendingar og vangaveltur, sér í lagi varðandi aðferðafræðina sem Gunnar hyggst beita. Málstofan var bæði fróðleg og gagnleg, bæði fyrir málstofugesti og ekki síst fyrir Gunnar sem kemur án efa til með að nýta sér eitthvað af þeim góðu ábendingum sem hann fékk.

Nálgast má samantekt Gunnars um efni málstofunnar með því að smella hér.

 

24. febrúar 2009: Áhrif bankakreppu á ímynd banka og sparisjóða

Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands flutti erindi þar sem m.a. var fjallað um ímynd og ímyndarmælingar. Kastljósinu var sér í lagi beint að könnunum á ímynd banka og sparisjóða sem Þórhallur hefur staðið fyrir undanfarin ár. Nýjasta könnun Þórhalls er frá því í febrúar á þessu ári og var forvitnilegt að bera niðurstöðurnar saman við niðurstöður fyrri ára. Í ljós kom m.a. að í mælingunni frá því í febrúar á ímynd banka og sparisjóða tengja þátttakendur stóru bankana þrjá, Íslandsbanka, Kaupþing og Landsbankann, sterkt við spillingu. Mesta breytingin virðist vera á ímynd Landsbankans ef niðurstöður nýjustu könnunarinnar eru bornar saman við niðurstöður fyrri ára.

Nálgast má glærur Þórhalls frá málstofunni með því að smella hér.

 

3. febrúar 2009: Ferli alþjóðavæðingar - Hvernig passa kenningarnar við reynslu Marel og Össurar?

Snjólfur Ólafsson prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands fjallaði um helstu kenningar um ferli alþjóðavæðingar fyrirtækja og í kjölfarið bar hann kenningarnar saman við reynslu Marel og Össurar. Snjólfur hefur undanfarin misseri rannsakað þessi fyrirtæki sérstaklega og kynnt sér vel alþjóðavæðingu þeirra. Að mati Snjólfs passa fyrirliggjandi kenningar um ferli alþjóðavæðingar fyrirtækja ekki nægilega vel við reynslu fyrirtækjanna tveggja, þó helst sé hægt að finna samsvörun við kenningar um Born globals fyrirtæki.

Hér að neðan er að finna greinar sem tengjast erindi Snjólfs:

The internationalization process - theory vs. two cases
Grein í vinnslu.

Vaxtasaga Marel
Grein úr Rannsóknum í félagsvísindum IX

Helstu áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar
Grein úr Rannsóknum í félagsvísindum IX

Nálgast má glærur Snjólfs frá málstofunni með því að smella hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is