Háskóli Íslands

Árið 2016

25. nóvember 2016: Emotional contagion and empathy in leadership 

Inga Minelgaité Snæbjörnsson er nýkoktor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Neuroscience is a science that focuses on brain and its impact on behavioral and cognitive functions. Neuroscience is an evolving science which has already provided great insights into our understanding of the human brain. The compelling evidence from the field of neuroscience that have been provided up to date have significant implications for business leaders in particular and hence is presented or at least mentioned at an executive training programs across the globe today.

Neuroscience is of particular value for business leaders as it provides evidence on how people learn and how behaviors can be changed. As leaders’ role is to develop people and organizations, they therefore need to engage with the field of neuroscience which present ways to learn and pursue positive and sound scientific methods to improve how the brain works. Neuroscience offers insights on how effective learning and development programs can be tailored in order to develop effective organizations.

The theoretical research presented today is from field of neuroscience of leadership. The main purpose of this research was to explain leadership process from followercentric perspective through emotion contagion theory. It presents emotion contagion theory with the recent developments of (social) neuroscience and psychology, which allowed examining emotions in a more comprehensive way. Finally, the conceptual model of emotion contagion in leadership process is presented.

Emotion contagion is rarely adressed in leadership context. This theoretical research contributes to the stimulation of such debate and discussion on still underepresented subjects in leadership research, such as followercentric approach, importance of emotions in leader-follower communication, and emotional contagion theory in leadership context. Moreover, the proposed model is an integrated model that can be considered in empiric research, including the most recent developments in alternative methods (e.g. (social) neuroscience methods in leadership), enabling further development of leadership theory and contributing to leadership effectiveness.

 

18. nóvember 2016: The effect of environmental issues on the organizational environment of Icelandic firms: a doctoral research proposal 

Nina María Saviolidis er doktorsnemi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Environmental issues have gained central prominence in both global and local debates in the last few decades. This intensified focus is no surprise as global environmental challenges are mounting and, in the words of the Organization for Economic Cooperation and Development (OECD) “have already begun to undermine the foundation for growth and development” (OECD, 2015, p.2). Growing environmental concerns, as well as, public pressure and tighter regulations pose risks as well as opportunities to businesses today. Our highly interconnected economic and social systems translate to environmental issues in one country often affecting businesses in other countries. Icelandic businesses are not necessarily insulated from these effects.

This research project aims to thoroughly review the literature on environmental issues and how they affect businesses in general in the Western world. It will then focus specifically on the organizational environment of Icelandic businesses and how it is affected by environmental issues – both directly and indirectly. This will require three interrelated avenues of investigation: first, the physical environmental changes that the world and Iceland is undergoing and their specific effects on the organizational environment of businesses in Iceland.  Second, the ways by which the increased focus on environmental issues can affect the organizational environment through regulatory, resource, market and social avenues. And, third, what responses can be expected from Icelandic firms in light of the above.

In this lecture the author will briefly introduce her doctoral research proposal with the main focus on research gaps, the chosen methodology and some thoughts related to that. 

 

14. október 2016: Hversu stórt verður lífeyriskerfið?

Hersir Sigurgeirsson er dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Íslenska lífeyriskerfið er byggt á þremur megin stoðum: Í fyrsta lagi almannatryggingakerfi sem greiðir lágmarkslífeyri, í öðru lagi samtryggingarkerfi með skylduaðild og í þriðja lagi valfrjálsum séreignasparnaði. Fyrsta stoð kerfisins er byggð á gegnumstreymi þar sem lífeyrisgreiðslur eru fjármagnaðar með samtíma skatttekjum ríkissjóðs en seinni tvær stoðirnar eru byggðar á sjóðsöfnun lífeyrissjóða. Sá hluti lífeyriskerfisins sem byggir á sjóðsöfnun er með þeim stærstu í heimi ef litið er til eigna lífeyrissjóðanna sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Í upphafi ársins 2015 námu eignir sjóðanna 147% af vergri landsframleiðslu og aðeins Holland var með stærra kerfi eða 159% af VLF.  Lífeyrissjóðirnir eru fyrir vikið orðnir mjög fyrirferðamiklir á íslenskum fjármálamarkaði. Þeir eiga til að mynda um 40-50% af skráðum íslenskum hlutafélögum og stóran hluta íslenskra ríkisskuldabréfa. Í ljósi mikils eignarhalds sjóðanna á skráðum fyrirtækjum geta þeir haft mikil áhrif á stjórnun þeirra en skiptar skoðanir eru á hvernig þeir eigi að beita sér sem hluthafar. Framreikningar á þróun kerfisins sýna að kerfið mun vaxa enn frekar á næstu árum og áratugum og að kerfið gæti jafnvel enn átt eftir að meira en tvöfaldast áður en jafnvægi er náð. Í erindinu er farið yfir yfirstandandi rannsókn á því hversu stórt lífeyriskerfi sem byggir á sjóðasöfnun getur orðið og hugsanleg áhrif kerfisins og stærðar þess á íslenskan fjármálamarkað.

 

30. september 2016: Rannsókn á sjálfbærni íslensks landbúnaðar

Snjólfur Ólafsson er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Á síðustu árum hefur höfundur unnið með öðrum að því að svara spurningunni: Hversu umhverfislega sjálfbært er Ísland? Fyrst var kannaður sá möguleiki að styðjast við umhverfisvísa til að bera Ísland saman við önnur lönd, en meginniðurstaðan var að slíkir umhverfisvísar eru gagnslitlir. Í framhaldinu var þróuð aðferðafræði sem byggist á safni af mælikvörðum sem til samans segja mikið um umhverfislega sjálfbærni landa, en slíkt safn þarf að þróa fyrir hvert land fyrir sig. Greining á Íslandi með þessari aðferð hefur verið gerð, en tölur geta samt aðeins gefið takmarkaða mynd. Þess vegna voru haldnir 8 rýnifundir vorið 2014, með samtals 42 einstaklingum, um þeirra sýn á umhverfislega sjálfbærni Íslands.

Niðurstöðurnar eru góður grunnur fyrir nánari skoðun á tilteknum þáttum umhverfislegrar sjálfbærni. Í málstofunni verður fyrst sagt stuttlega frá þessum rannsóknum, en síðan lýst fyrirhugaðri rannsókn um umhverfislegri sjálfbærni íslensks landbúnaðar. Þeir þættir sem verða líklega teknir fyrir í rannsókninni eru (1) Losun gróðurhúsalofttegunda, (2) Landnýting, m.a. gróðureyðing og framræst land, (3) Aðföng, m.a. orka og áburður, (4) Úrgangsmál og (5) Ferskvatn. Í málstofunni verður fjallað um ýmis álitamál, m.a. þessi: Á að fjalla um fiskeldi og ágang hrossa? Á að taka framræst votlendi fyrir og þá hvernig? Hvað um skógrækt og landgræðslu? Viljum við skoða hluta aðfangakeðjunnar, t.d. innflutning á tækjum, fóðri og áburði? Góður tími verður fyrir umræður um þessa rannsókn.

 

27. apríl 2016: Samþjöppun og dreifing aflahlutdeilda í íslenskum fiskveiðum

Sveinn Agnarsson er dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

 Á undanförnum árartugum hefur þeim ríkjum fjölgað sem byggja stjórn fiskveiða  á einhvers konar eignarréttarfyrirkomulagi, svo sem kerfi framseljanlegra aflaheimilda. Hagfræðin kennir að í veiðum þar sem fiskiskipaflotinn er of stór muni slík stjórnun leiða til töluverðrar hagkvæmni vegna þess að vel reknar útgerðir muni kaupa aflaheimildir af hinum óskilvirkari. Fyrir vikið muni skipum og útgerðum fækka.  Sú hefur og orðið raunin víða, svo sem á Íslandi. Í þessari rannsókn er fjallað um þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í íslenskum fiskveiðum frá því samræmt aflamarkskerfi var tekið upp árið 1990. Jafnframt eru gögn fyrir árin 2001-2014 notuð til að meta samkeppni á markaði fyrir aflahlutdeildir og skoða þær breytingar sem átt hafa sér stað á dreifingu aflahlutdeilda á milli útgerða og hafna þar sem skipin eru skráð.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is