Háskóli Íslands

Frágangur greina

Hér er að finna upplýsingar um frágang og uppsetningu greina fyrir Vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands. Mikilvægt er að höfundar fylgi leiðbeiningunum í hvívetna og mælt er með því að sérstakt sniðmát sé notað sem má nálgast með því að smella hér. Einnig þurfa höfundar að skila inn öðru skjali með nafni á grein og höfundum, smella hér.

Vinsamlegast sendið greinar á netfangið businessresearch@hi.is.

Nöfn höfunda og nafn háskóla eða rannsóknarstofnunar skal senda í sérstöku skjali á netfangið businessresearch@hi.is.

 

Hámarkslengd

Hámarkslengd greina er 10 blaðsíður (3500 orð án heimildarskrár).

 

Uppsetning

Til að auðvelda höfundum uppsetningu er höfundum bent á sniðmát sem má nálgast með því að smella hér. Eindregið er mælt með því að höfundar nýti sér það. Vinsamlegast fylgið eftirfarandi leiðbeiningum um uppsetningu:

  • Skráargerð: Höfundar skulu senda greinar inn sem Word skjal (.doc). Ef gröf eða myndir eru útbúin í Excel eða öðru forriti er mælt með því að þær skrár séu einnig sendar með greininni.

  • Blaðsíðutal: Ekki setja inn blaðsíðutal né aðrar upplýsingar í haus eða fót skjalsins.

  • Spássíur: Vinsamlegast stillið spássíurnar þannig að spássía ofan frá sé 1,9 cm, spássía neðan frá sé 3,17 cm, hægri spássía sé 1,9 cm og vinstri spássía sé 1,9 cm

  • Línubil: Einfalt

  • Málsgreinar: Aðskiljið málsgreinar með einni auðri línu. Ekki draga inn fyrstu línu málsgreinar.

  • Letur: Times New Roman. Allur texti og fyrirsagnir eiga að vera í 12 punkta leturstærð nema titill greinar sem á að vera í 18 punkta leturstærð.

  • Fyrirsagnir og uppsetning texta: Titill greinar á að vera miðjujafnaður, feitletraður með stórum stöfum og 18 punkta letri. Á eftir titli á að vera ein auð lína.

Fyrirsögn á samantekt á að vera miðjujöfnuð, feitletruð með upphafsstöfum. Texti samantektar á að vera hægri og vinstri jafnaður.

Kaflaheiti (heading 1) á að vera miðjujafnað, feitletrað með upphafsstöfum. Á undan kaflaheiti eiga að vera tvær auðar línur og á eftir kaflaheiti á að vera ein auð lína.

Heiti undirkafla (heading 2) á að vera vinstri jafnað og feitletrað. Á undan heiti undirkafla á að vera ein auð lína og á eftir heiti undirkafla á að vera 6 punkta bil.

  • Heimildir: Nota á heimildakerfi Ameríska sálfræðifélagsins (APA reference style). Titill heimildaskrár á að vera miðjujafnaður, feitletraður með upphafsstöfum. Heimildaupptalning á að vera hægri og vinstri jöfnuð með einu línubili. Allar línur við hverja heimild utan fyrstu línu eiga að vera inndregnar um 0,63 cm og á eftir hverri heimild á að vera 0,6 punkta bil.

 

Skil á greinum

Greinum á að skila með tölvupósti á netfangið businessresearch@hi.is, í síðasta lagi 2. mars 2015. Hver grein verður ritrýnd af tveimur einstaklingum og er um „tvíblinda“ ritrýni að ræða. Ritrýnar leggja mat á nýmæli greinarinnar, hvernig rannsóknarspurningar eru settar fram og þeim svarað, hvernig unnið er með gögn og staðið að úrvinnslu (ef slíkt á við), auk uppbyggingu greinar og málfar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is