Háskóli Íslands

Frágangur greina

Greinar sem birtast í Working Paper ritröð Viðskiptafræðistofnunar þurfa að uppfylla almennar gæðakröfur um nýnæmi, mikilvægi og öguð vinnubrögð fræðigreina. Greinarnar þurfa að leggja nokkuð til aukinnar þekkingar, kenninga, stefnu eða vinnulags á fræðasviði viðskiptafræðanna.

Þeir sem hafa áhuga á að birta grein í Working Paper ritröðinni þurfa að senda greinina á netfangið businessresearch@hi.is. Stjórn Viðskiptafræðistofnunar mun meta hvort greinarnar fáist birtar í Working Paper ritröðinni. Ákvörðun um birtingu mun meðal annars byggja á:

  • Gæðum texta, framsetningar gagna og líkum á því að efnið höfði til háskóla- og fræðasamfélagsins.

  • Heildarsamsetningu greinarinnar: Að markmið séu skýrt sett fram, sem og fræðilegur grunnur, aðferðafræði, niðurstöður og/eða rökstuðningur og þýðing fyrir bæði fag- og fræðasvið viðskiptafræðanna.

 

Ýtarlegar upplýsingar um frágang greina er að finna með því að smella hér.

Sniðmát fyrir frágang greina er að finna með því að smella hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is