Háskóli Íslands

Rannsóknamálstofa 26. nóvember

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, verður með erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar fimmtudaginn 26. nóvember kl. 11.35-12.35 í stofu 103 í Gimli. Yfirskrift erindisins er: Líkamleg tjáning sem hluti af hrífandi forystu.

Kenningin um hrífandi forystu á rætur að rekja til skrifa Max Webers (1947) en hún hefur öðlast nýtt líf á undanförnum ártugum, sértaklega í kenningu um umbreytingaforystu. Ein af stoðum kenningar um  hrífandi forystu er hæfni leiðtoga til að kveikja í fylgjendum neista til athafna oft í gegnum sterka framtíðarsýn.  í samtíma umræða um hrífandi forystu er oft tekið fram að fylgjendur séu líklegri til að sækjast eftir hrífandi leiðtogum þegar mikil streita eða óvissa er í ytra umhverfu. Sameiginlegt er því þeim sem um hrífandi forystu skrifa að þeir leggja áherslu á að þeir sem séu hrífandi leiðtogar hafi mikil áhrif á fylgjendur með liprum samskiptum.  Í þessari málstofu verður farið yfir rannsókn á þeim aðferðum sem Jón Gnarr beitti sem leiðtogi Besta flokksins og Reykjavíkurborgar. Tekin voru ítarviðtöl og þau greind í framhaldinu og kóðuð samkvæmt eigindlegri aðferðafræði. Því er ekki hægt að alhæfa um útkomu rannsóknarinnar en niðurstöður benda til þess að þekking og reynsla Jóns Gnarr sem uppistandari og leikari hafi haft mikið að segja um árangur hans. Þá er bæði átt við kosningabaráttuna sjálfa en líka meðan hann gengdi embætti.  

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is