Háskóli Íslands

Sveinn Agnarsson verður með erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar

Sveinn Agnarsson, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, verður með erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar miðvikudaginn 27. apríl kl. 11.35-12.35 í stofu 102 í Gimli. 
 
Á undanförnum árartugum hefur þeim ríkjum fjölgað sem byggja stjórn fiskveiða  á einhvers konar eignarréttarfyrirkomulagi, svo sem kerfi framseljanlegra aflaheimilda. Hagfræðin kennir að í veiðum þar sem fiskiskipaflotinn er of stór muni slík stjórnun leiða til töluverðrar hagkvæmni vegna þess að vel reknar útgerðir muni kaupa aflaheimildir af hinum óskilvirkari. Fyrir vikið muni skipum og útgerðum fækka.  Sú hefur og orðið raunin víða, svo sem á Íslandi. Í þessari rannsókn er fjallað um þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í íslenskum fiskveiðum frá því samræmt aflamarkskerfi var tekið upp árið 1990. Jafnframt eru gögn fyrir árin 2001-2014 notuð til að meta samkeppni á markaði fyrir aflahlutdeildir og skoða þær breytingar sem átt hafa sér stað á dreifingu aflahlutdeilda á milli útgerða og hafna þar sem skipin eru skráð.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is