Háskóli Íslands

Rannsóknamálstofa Viðskiptafræðistofnunar 24. febrúar kl. 11.35 í Gimli 102

Arnar Már Búason, doktorsnemi við Norwegian University of Life Sciences, verður með erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar 24. febrúar kl. 11.35-12.35 í stofu 102 í Gimli. Yfirskrift erindisins er: Staða Label Rouge á franska fiskmarkaðinum.

Á málstofunni verður kynnt matsaðferð sveigjanlegs fátíðnikaupa líkans, sem samræmist fræðilegri framsetningu rekstrarhagfræðinnar. Tíðkast hefur að notast við líkön sem taka einungis tillits til þess hvort neytendur kaupi vöru eða ekki en þetta líkan tekur einnig tillit til tíðni kaupa neytenda. Líkanið er notað til að rannsaka neyslu á laxi sem seldur er undir merkinu Label Rouge á frönskum markaði. Notast er við margvíð þversniðsgögn af frönskum neytendum og sýna niðurstöður rannsóknarinnar að viðmót og tryggð neytenda sem kaupa ferskan lax undir merkinu Label Rouge eru marktækt frábrugðin þeirra sem kaupa ómerktan ferskan lax. Benda niðurstöðurnar því til þess að tekist hafi að aðgreina vörur með merkinu Label Rouge frá öðrum vörum með tilætluðum hætti.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is