Háskóli Íslands

Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar 19. apríl

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands stendur fyrir Vorráðstefnu um rannsóknir í viðskiptafræði, miðvikudaginn 19. apríl 2017 kl. 9-16.30 í stofum 101 og 104 á Háskólatorgi. Þetta er áttunda vorráðstefnan sem Viðskiptafræðistofnun heldur en að þessu sinni verður hún tvískipt. Fyrri hluti hennar verður helgaður viðfangsefninu taugavísindi í viðskiptafræði (neuroscience in business) og þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um hvernig taugavísindi eru notuð í markaðsmálum og stjórnun. Síðari hluti ráðstefnunnar verður skipt í sex málstofur og eru þær: Nýsköpun og samfélag, Stefna og samkeppnishæfni, Ferðaþjónusta, Vinnumarkaður, Skapandi greinar og Alþjóðavæðing.

Rafrænt ráðstefnurit verður gefið út með ritrýndum greinum og kemur hér inn þegar nær dregur ráðstefnunni.

Dagsskrá Vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is