Háskóli Íslands

Hvers virði er að vera verkjalaus? Þórhildur Ólafsdóttir verður með erindi á rannsóknamálstofu 12. maí

Þórhildur Ólafsdóttir, nýdoktor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, verður með erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar 12. maí kl. 11.35-12.35 í stofu 102 í Gimli. Yfirskrift erindisins er: Hvers virði er að vera verkjalaus?
 
Fæstir geta svarað þeirri spurningu í fljótu bragði. Í þessari rannsókn er velferðaraðferðin notuð til þess að meta virði þess að vera verkjalaus. Einn helsti kostur þessarar aðferðar, umfram aðrar leiðir til þess að meta virði gæða sem ekki hafa markaðsvirði, er að einstaklingar þurfa ekki að svara svo flókinni spurningu. Peningalegt virði heilsu er hægt að meta fyrir ýmis konar heilsubresti með upplýsingum úr fyrirliggjandi spurningakönnunum. Þannig er hægt að áætla þær viðbótartekjur sem þyrfti að greiða einstaklingi til þess að vega upp a móti því velferðartapi sem verkir hafa í för með sér. Upplýsingar um virði heilsu gagnast við ýmis konar ákvarðanatökur, t.d. stefnumótun, forgangsröðun og í skaðabótamálum. Á málstofunni verður sagt nánar frá velferðaraðferðinni, þeim bandarísku gögnum sem notuð eru í rannsókninni og drög að niðurstöðum kynnt.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is