Háskóli Íslands

Stjórnskipulag í sveiflukenndu umhverfi

Ásta Dís Óladóttir, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, verður með erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar 19. maí kl.11.35-12.35 í stofu 102 í Gimli. Yfirskrift erindisins er: Stjórnskipulag í sveiflukenndu umhverfi. Stjórnskipulag hefur mikla þýðingu varðandi árangur fyrirtækja. Það hefur m.a. áhrif á þætti á borð við að upplýsingar berist hratt um fyrirtækið ,að ákvarðanir dragist ekki á langinn og að aðgerðir séu samhæfðar. Allt þetta skiptir miklu máli ,sérstaklega ef umhverfið einkennist af óvissu. Niðurstöður verða kynntar á stjórnskipulagi íslenskra fyrirtækja og bornar saman kannanir frá árinu 2007 og árið 2016, þar sem skoðað er hvort efnahags sveiflur hafi haft áhrif á skipulagsform viðkomandi fyrirtækja. Þá verður greint frá því hvað stjórnendur geta gert og hafa gert þegar miklar sveiflur eru í umhverfi þeirra.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is