Háskóli Íslands

17. nóvember - Rannsóknamálstofa

Ásgeir Brynjar Torfason lektor og Sigurjón Geirsson, verða með erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar 17. nóvember kl.11.35-12.35 í stofu 102 í Gimli. Yfirskrift erindisins er: Rannsóknarverkefni um samspil reikningsskila, endurskoðunar og fjármálamarkaða.

Á málstofunni verða kynntar niðurstöður rannsóknar sem staðið hefur síðan í lok árs 2015 þar sem viðfangsefnið hefur verið hvernig skilgreina eigi gæði reikningsskila og forsendur gæða endurskoðunar í ljósi nýrra alþjóðlegra viðmiða sem byggja á greiningu á aðdraganda fjármálakreppunnar og orsökum hennar. Markmið verkefnisins var að byggja upp hérlendis grunn að fræðastarfi um samspil reikningsskila, endurskoðunar og fjármálamarkaða og vinna að þróun fræðslu og kennsluefnis á þessum sviðum í tengslum við innleiðingu nýrra viðmiða í tilskipunum ESB.

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is