Háskóli Íslands

Íslenski tónlistariðnaðurinn í tölum

Á síðasta ári tóku sig saman STEF og SFH, undir hatti Samtóns, og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, öðru nafni ÚTÓN, og settu af stað, með atfylgi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, rannsókn um tekjur tónlistarfólks og hagrænt umhverfi tónlistargeirans á íslandi.

Rannsóknin var unnin af dr. Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur og Erlu Rún Guðmundsdóttur fyrir rannsóknarmiðstöð skapandi greina í HÍ.

Rannsókninni var m.a. ætlað að svara eftirfarandi spurningum;

  • Hvernig fá tónlistarmenn sínar tekjur og hvað er tónlistargeirinn almennt að velta?
  • Hversu miklu skilar útflutningur á tónlist í þjóðarbúið?
  • Hversu miklu eru tónlistarhátíðir og tónleikahald að velta og skilja eftir í hagkerfinu?
  • Hvert er hlutfall atvinnumanna og áhugamanna í tónlistargeiranum?
Rannsóknin sýndi m.a. að lifandi flutningur á tónlist er helsta tekjulind tónlistarmanna eins og staðan er í dag og að erfitt er fyrir tónlistarfólk að taka skrefið úr áhugamennsku og yfir í að hafa atvinnu af tónlist.

Rannsóknin byggir á sömu aðferðafræði og notuð hefur verið við gerð samskonar skýrslna á hinum Norðurlöndunum. Gögnin komu frá helstu samtökum og fyrirtækjum í íslenska tónlistariðnaðinum, auk þess sem send var út könnun til þúsunda starfandi tónlistarmanna á íslandi og var þáttaka í henni mjög góð. Þó er ljóst að í samanburði við Norðurlöndin er aðgengi að upplýsingum um íslenska tónlistariðnaðinn ábótavant og því eru gefa niðurstöðurnar ekki fullnægjandi mynd af stöðu mála. Það er von þeirra sem standa að rannsókninni að þetta megi bæta á næstu árum og að næsta skýrsla innihaldi því þær upplýsingar sem ekki var hægt að nýta að þessu sinni.

Niðurstöður rannsóknarinnar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is