Háskóli Íslands

Rannsóknamálstofa Viðskiptafræðistofnunar

Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands verður með erindi á rannsóknamálstofu Viðskiptafræðistofnunar 24. maí kl. 12.00-12.50 í Ingjaldsstofu. Yfirskrift erindisins er: Virk þátttaka og frammistaða.

Í fyrirlestrinum er varpað fram því sjónarmiði hvort að þær áhyggjur sem algengar eru varðandi kennslu- og námshætti megi að einhverju leyti rekja til rangrar notkunar á tækni í kennslustarfi sem m.a. kemur í veg fyrir uppbyggileg samskipti kennara og nemenda.
Þá er gerð grein fyrir niðurstöðum undirbúningsrannsóknar þar sem markmiðið er að varpa ljósi á þau atriði er geta útskýrt breytileikann í frammistöðu nemenda á lokaprófi. Þar er fengist við spurningar eins og a) hvort próf séu betri eða verri mælikvarði á frammistöðu nemenda en t.d. hópverkefni, (b) hvort nemendur í „heimadeild“ námskeiðs standi sig betur en nemendur utan deildar, (c) hvort nemendur áherslulínu námskeiðs standi sig betur en aðrir nemendur og (d) hvort virkir nemendur standi sig betur en þeir sem óvirkari eru.

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is