Háskóli Íslands

Stjórnarmaður Rannsóknarmiðstöðvar um Verkefnastjórnun hlaut verðlaun IPMA

IPMA, ein stærstu samtök í heimi um verkefnastjórnun, hafa tilkynnt um þá sem hlutu rannsóknarverðlaun samtakanna árið 2019. Aðalverðlaunin hlaut Ralf Muller, prófessor hjá Business Institute í Noregi. Hann er einn af helstu rannsakendum á sviði verkefnastjórnunar á heimsvísu og er situr í stjórn Rannsóknarmiðstöðvar um verkefnastjórnun (Institute for Project Management) hjá Háskóla Íslands.

Samstarf Mullers á sviði rannsókna um verkefnastjórnun og Háskóla Íslands hefur aukist frá því hann tók sæti í stjórn Rannsóknarmiðstöðvarinnar. Hann hefur jafnframt ráðlagt við áherslur og efnisval meistararitgerða nemenda með það fyrir augum að styrkja fræðasvið verkefnastjórnunar á Íslandi.

Muller hafði frumkvæði að nýju rannsóknarverkefni, sem Háskóli Íslands tekur þátt í en fulltrúi skólans er Inga Minelgaite, dósent og umsjónarmaður MS í verkefnastjórnun. Þetta nýja rannsóknarverkefni hefur þegar staðist fyrsta mat hjá IPMA og verið valið fyrir aðra umferð.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is