Háskóli Íslands

Grunnatriði í SPSS - Námskeið

Námskeiðið hentar vel þeim sem eru að vinna að lokaverkefnum og þurfa að skerpa á þáttum sem snúa að megindlegri greiningu og framsetningu gagna. Auk þess getur námskeiðið verið góður undirbúningur fyrir nemendur sem skortir nauðsynlega þekkingu í einstaka námskeiðum eins og t.d. meistaranámskeiðinu Rannsóknir í markaðsfræði.

Markmiðin í námskeiðinu eru:

·  Að nemendur öðlist þekkingu á grunnþáttum SPSS

·  Að kenna nemendum mun á milli lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði

·  Að nemendur öðlist færni í framsetningu lýsandi tölfræði

·  Að nemendur öðlist færni í framkvæmd ályktunartölfræði, þ.e. t-próf, dreifigreiningu, fylgni og krosstöflum

Kennsla fer fram í stofu 101 í Gimli og er kennt þrjú kvöld í röð, þrjár klukkustundir í senn. Um er að ræða dagana 6., 7. og 8. febrúar kl. 18.00 - 21.00. Námskeiðsgjald er 15.000 krónur. Innifallið í námskeiðisgjaldi eru allar kennsluglærur auk þess sem nemendum fá gagnasett til að nýta við æfingar.

Kennari námskeiðsins er Berglind Arna Gestsdóttir MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. 

Skráning með því að senda nafn og kennitölu á Lenu Heimisdóttur verkefnastjóra hjá Viðskiptafræðistofnun lena@hi.is fyrir 1. febrúar 2017. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is