Háskóli Íslands

Haustmisseri 2013

9. október 2013: Útvistun íslenskra þjónustufyrirtækja eftir hrun

Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Á málstofunni kynnti Ingi Rúnar nýlega könnun á útvistun í íslenskum þjónustufyrirtækjum og bar niðurstöður við samskonar könnun frá árinu 2009. Rannsóknarspurningar lúta að því hvort umfang útvistunar hafi aukist, hvaða þáttum rekstrar er útvistað, hvort útvistun starfsmannamála hafi aukist og hver árangur útvistunar sé. Í upphafi árs var framkvæmd símakönnun meðal fyrirtækja af ólíkri stærð og var svörun 79%. Sumarið 2013 var könnunin endurtekin sem net- og símakönnun og var svörun 54%. Niðurstöður benda til nokkurra breytinga varðandi útvistun rekstarþátta eftir hrun.

 

25. september 2013: Hverjum þykir sinn fugl fagur!...eða hvað?

Þórhallur Guðlaugsson er dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Á málstofunni fjallaði Þórhallur um rannsókn sem enn er í vinnslu. Rannsóknarspurningin snýr að því að leggja mat á vitund bankanna og hvort þeim hafi tekist að mynda sterk, jákvæð og einstök tengsl í huga eða minni viðskiptavina sinna/markhópsins. Unnið er með gögn úr tveimur könnunum sem gerðar voru samhliða í febrúar 2013. Önnur könnunin var gerð meðal nemenda við Háskóla Íslands en þannig könnun hefur verið framkvæmd með sama hætti frá árinu 2003. Hin könnunin var send út á einstaklinga utan Háskóla Íslands. Skoðað var hvort munur væri á niðurstöðum milli kannananna og í ljós kom að hvergi kom fram munur sem uppfyllti kröfur um 95% marktektarmörk. Því voru gögnin sett saman í einn gagnagrunn. Til að kanna VITUND var lagt mat á sambandið milli vitundarmælingar annars vegar og svo hvar viðkomandi var með sín bankaviðskipti hins vegar. Til að kanna STERK tengsl var skoðað hvernig bankarnir tengdust ímyndarþáttum og til að kanna JÁKVÆÐ tengsl var skoðað hvort viðskiptavinir tiltekins banka tengdu „sinn“ banka frekar við jákvæða ímyndarþætti en aðra. Til að skoða EINSTÖK tengsl var sett upp vörukort fyrir hvern og einn viðskiptavinahóp en með vörukortum má í raun einnig leggja mat á STERK og JÁKVÆÐ tengsl.

 

11. september 2013: Customer forgiveness and trust following a banking crisis.

Friðrik Eysteinsson

In October 2008 three of the biggest banks in Iceland collapsed along with the biggest savings and loans. Many of their customers were directly harmed as a consequence. The level of customer forgiveness was low and their trust towards the banks was lost.

In his presentation Friðrik was delaing with the research questions, „Which factors predict the level of banks´customer forgiveness and trust following a banking crisis“ and „Which factors are the most important in predicting the level of banks´ customer forgiveness and trust following a banking crisis“.

The methodology is quantitative, in the form of a survey. The population of interest was customers of the Icelandic banks. A convenience sample was uses. The findings show that six factors explain the variability in both customer forgiveness and trust and that one factor was most important in predicting their levels.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is