Háskóli Íslands

Íslenski sjávarklasinn

Íslenski sjávarklasinn (heimasíða) hófst sem verkefni innan Háskóla Íslands árið 2010 en er nú orðið að full starfandi fyrirtæki sem stuðlar að tækifærum og styrkir tengslanet milli fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi og um allan heim. Samstarfsaðilar klasans eru stjórnendur í fyrirtækjum sem eru í fremstu röð á sínu sviði í haftengdri starfsemi og öðrum greinum.

 

Markmið Íslenska sjávarklasans er að tengja fólk og fyrirtæki innan haftengdrar starfsemi og sækjast eftir nýjum tækifærum á mismunandi sviðum og svæðum. Eitt af fyrstu verkefnum klasans var að kortleggja haftengda starfsemi og var það verkefni kynnt með skýrslu í nóvember 2011.

 

Sem stendur vinnur Íslenski sjávarklasinn að nokkrum stórum verkefnum og má þar
nefna: North Atlantic Marine Cluster Project sem gengur út á samstarf sjávarklasa kringum Norður Atlantshafið, Codland fullvinnsluverksmiðja og rannsókn á nýtingu þorskafla við Norður Atlantshafið. Verkefni Íslenska sjávarklasans má nálgast á heimasíðu klasans eða með því að smella hér.

 

Íslenski sjávarklasinn hefur einnig gefið út nokkrar skýrslur, þar á meðal:

Íslenski sjávarklasinn: Skýrsla um umsvif, tækifæri og áskoranir (2011).

Þýðing sjávarklasans í íslensku efnahagslífi, birt í samstarfi við Íslandsbanka (2012).

North Atlantic Ocean Clusters: Increased opportunities through cooperation (2012).

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is