Háskóli Íslands

Jafnrétti á vinnustað

Innan Viðskiptafræðistofnunar er unnið að rannsókn á ólögbundnum hvötum innan fyrirtækja til að stuðla að kynjajafnrétti á vinnustað. Rannsóknin er unnin í samstarfi fjölmargra Evrópuþjóða undir forystu The Austrian Institute for SME Research (KMFA) og er styrkt af Evrópusambandinu.

Ein leið til að vinna gegn kynjamisrétti á vinnustað er að þróa leiðir til að stýra, mæla, miðla og umbuna góðar aðferðir fyrirtækja og stofnana sem stuðla að jafnrétti kynjanna. Innan sumra landa hafa slíkar leiðir verið útfærðar, m.a. með sérstökum viðurkenningum, verðlaunum eða flokkunarkerfum.

Aðalrannsakandi verkefnisins fyrir hönd Viðskiptafræðistofnunar er René Biasone (rene@hi.is).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is