Háskóli Íslands

Menning og samfélag

Rannsóknarmiðstöð um menningu og samfélag innan Viðskiptafræðistofnunar er ætlað að efla rannsóknir á menningu og skapandi atvinnugreinum (creative industries). Menning og skapandi atvinnugreinar gegna sífellt meira hlutverki í samfélagi okkar, ekki síst efnahagslega. Hlutverk menningar í hagrænum skilningi hefur þó enn sem komið er tiltölulega lítið verið rannsakað hér á landi.

Ábyrgðarmenn rannsóknasviðsins eru Margrét Sigrún Sigurðardóttir, aðjúnkt (mss@hi.is) og Örn Daníel Jónsson, prófessor (odj@hi.is)

Doktorsnemi á sviðinu er Kristín Atladóttir (kra10@hi.is). Viðfangsefni doktorsverkefnis hennar er staða hinna skapandi atvinnuvega á Íslandi og athugun á því hverjar eru helstu forsendurnar fyrir uppbyggingu arðbærs menningariðnaðar til þátttöku á alþjóðlegum markaði.

 

Samstarfsaðilar
LHÍ - Rannsóknarmiðstöðin hefur verið í samstarfi við Listaháskóla Íslands með ýmsum hætti. Báðir skólar koma til að mynda að því verkefni sem stendur á bak við útgáfu bókarinnar Penny for your thoughts! En auk þess hefur verið samstarf um styrkumsóknir og námskeið.

Útón - Í samstarfi við Útón voru 6 Meistaraverkefni skilgreind á sviði íslenskrar tónlistar. Meistaranemendur í viðskiptafræði vinna þessa dagana að verkefnunum samhliða námskeiðum, fyrstu niðurstaðna er að vænta í Ágúst 2009

Lókal - Í námskeiðinu Creative industries vinna nemendur hópverkefni sem tengist Lókal - miðstöð nútímaleiklistar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is