Háskóli Íslands

Rannsóknamiðstöð um verkefnastjórnun

Rannsóknarmiðstöð um verkefnastjórnun (Institute for Project Management, IPM) var stofnuð í október 2018 og er megin markmið miðstöðvarinnar að efla rannsóknir og samstarf á milli fræðimanna, fyrirtækja og stofnanna á sviði verkefnastjórnunar. 
 
Hlutverk Rannsóknarmiðstöðvarinnar er:
 
  • Að skapa vettvang fræðslu og rannsókna um verkefnastjórnun
  • Stuðla að samstarfi sérfræðinga, háskólasamfélags og atvinnulífs
  • Tengslanet fyrir núverandi og fyrrverandi nemendur í MS verkefnastjórnun 
  • IPM er vettvangur fyrir rannsóknir og er markmiðið að stuðla að aukinni fagmennsku og hæfni á sviði verkefnisstjórnunar á Íslandi. 
 
Formaður stjórnar er Dr. Inga Minelgaite, dósent við Viðskiptafræðideild, en hún er umsjónarmaður meistaranáms í verkefnastjórnun við Viðskiptafræðideild HÍ. Aðrir í stjórn er Dr. Árelía E. Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild,  Dr. Snjólfur Ólafsson, sem tók þátt í að þróa MS nám í verkefnastjórnun við Viðskiptafræðideild og Dr. Ralf Müller, prófessor í verkefnastjórnun við BI viðskiptaháskólann í Osló en hann er leiðandi fræðimaður á sviði verkefnastjórnunar. Fljótlega mun bætast við stjórnina fulltrúi fyrirtækis á Íslandi.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is