Háskóli Íslands

Rannsóknarmiðstöð skapandi greina

Rannsóknarmiðstöð skapandi greina er starfrækt innan Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands. Forsvarsmaður miðstöðvarinnar er dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Viðskiptafræðideild.

Rannsóknarmiðstöð skapandi greina (áður rannsóknaráherslusvið menningar og lista) var stofnað innan Viðskiptafræðistofnunar árið 2004. Starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar hefur þó verið takmarkað við tilfallandi verkefni fjármögnuð af utanaðkomandi aðilum. Í dag er rannsóknarmiðstöðin háð tíma starfsmanns sem nú er í 50% starfi.

Rannsóknarmiðstöðin er vettvangur rannsókna á menningu og sköpun innan viðskiptafræða og eru markmið miðstöðvarinnar eftirfarandi:

  • Að rannsaka og efla skilning á menningu og sköpun í hagrænum skilningi.
  • Að stuðla að þekkingu á umhverfi menningar og sköpunar, og hlutverki þess í eflingu skapandi greina.
  • Að efla þekkingu á hlutverki og umfangi menningar og sköpunar í íslensku samfélagi.

Leitast verður við að uppfylla þessi markmið með rannsóknum starfsmanna og nemenda HÍ auk rannsókna í samstarfi við fræðimenn og fulltrúa skapandi greina, bæði innanlands og utan.

Stjórn

Rannsóknarmiðstöðin tengir fræðimenn á sviði menningar, sköpunar og viðskipta við þátttakendur í skapandi greinum, og endurspeglast þessi tenging í stjórn stofnunarinnar 

Stjórn Rannsóknarmiðstöðvar skapandi greina er skipuð fimm einstaklingum sem kosnir eru á aðalfundi. Stjórnin er skipuð til fjögurra ára í senn. Stjórnin skal skipuð fagaðilum innan skapandi greina.  Stjórnin er í dag skipuð:

  • Björg Stefánsdóttir – Kynningarmiðstöð Íslenskrar myndlistar
  • Hilmar Sigurðsson – Kvikmyndaframleiðandi
  • Margrét Sigrún Sigurðardóttir, Viðskiptafræðideild HÍ
  • Ólöf Gerður Sigfúsdóttir – Listaháskóla Íslands
  • Sigtryggur Baldursson – Útón

Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir vinsamlegast hafðu samband við Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur á póstfangið mss@hi.is.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is