Háskóli Íslands

Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni

Rannsóknamiðstöð stefnu og samkeppnishæfni (Center of Strategy and Competitiveness - CSC) er vísindaleg rannsóknastofa sem starfrækt er af Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (University of Iceland School of Business) og starfar í nánum tengslum við Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands (Institute for Business Research, University of Iceland). Forstöðumaður rannsóknamiðstöðvarinnar er Runólfur Smári Steinþórsson prófessor.

Rannsóknamiðstöðin er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á sviði stefnumiðaðrar stjórnunar og samkeppnishæfni í víðum skilningi.

 

Hlutverk rannsóknamiðstöðvarinnar er að:

  • Stunda rannsóknir á sviði stefnumiðaðrar stjórnunar og samkeppnishæfni í sterkum tengslum við atvinnu-og þjóðlíf og kynna þær,

  • Vera bakland kennslu í stefnumiðaðri stjórnun og samkeppnishæfni og eiga þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema í rannsóknum á sviðinu,

  • Byggja upp tengsl og efla samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði stefnu og samkeppnishæfni,

  • Vinna þjónustuverkefni á sviði stefnu og samkeppnishæfni,

  • Gangast fyrir atburðum sem varða stefnu og samkeppnishæfni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is