Háskóli Íslands

Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni: Verkefni

20/20 Sóknaráætlun

Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni er þátttakandi í verkefni ríkisstjórnar Íslands, 20/20 Sóknaráætlun,  sem er ætlað að draga fram styrkleika og sóknarfæri lands og þjóðar og gera tillögur og áætlanir á grunni þeirra. Móta á áherslur sem tryggja að Ísland verði eitt af 10 samkeppnishæfustu löndum heims árið 2020.

 

INNFORM á Íslandi

INNFORM stendur fyrir Innovative Forms of Organizing. Um er að ræða alþjóðlega rannsókn á þróun í skipulagi fyrirtækja, stefnu þeirra og starfsáherslum sem unnin var frá University of Warwick undir forystu dr. Andrew Pettigrew, sem nú starfar sem prófessor og deildarforseti Viðskiptaháskólans við University of Bath. Að rannsókninni kom fjöldi fræðimanna frá ýmsum löndum. Andrew Pettigrew hefur gefið leyfi fyrir því að rannsóknarsniðið og INNFORM spurningakönnunin sé notuð hér á landi og verkefnið miðar að því afla þekkingar á þróun fyrirtækja á Íslandi og setja þá þekkingu í samhengi við niðurstöður rannsóknanna erlendis.

Að rannsókninni vinna Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor, Einar Svansson og Hilmar Sigurbjörnsson

 

Stefna í raun og veru

‘Stefna í raun og veru' stendur fyrir ákveðinn samnefnara og tiltekna áherslu í rannsóknum á stjórnun og stefnumótun ("Strategy as Practice") sem er að ryðja sér til rúms. Þessi áhersla á vaxandi fylgi að fagna í Evrópu og á Norðurlöndunum og er fyrir marga rannsakendur eins konar birting eða tilurð á samhengi fyrir rannsóknir þeirra hin síðari ár. Rannsóknarverkefnið ‘stefna í raun og veru' miðar að því að gera fjölbreyttar og víðtækar raunrannsóknir á stjórnunarháttum, skipulagi og stefnumiðaðri stjórnun fyrirtækja og stofnana hér á Íslandi. Jafnframt er ætlunin að vinna úr raunrannsóknunum framlag til fræðanna um stefnumiðaða stjórnun. Með rannsóknarverkefninu er einnig ætlunin að taka virkan þátt í því alþjóðlega fræðasamfélagi sem er um ‘stefnu í raun og veru'.

Að rannsóknarverkefninu vinna Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor og Einar Svansson.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is