Samkeppnishæfni Íslands – kynningar á klösum og stöðu þeirra
3. febrúar 2010
Nemendur í meistaranámi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands halda kynningar á klasaverkefnum sem unnin voru á haustmisseri 2009 í námskeiðinu Samkeppnishæfni. Námskeiðið er í boði árlega í samstafi við stofnun Michaels E. Porters við Harvard háskóla.
Markmiðið er að kynna tiltekna klasa og draga fram hvaða ljósi klasagreining varpar á helstu áskoranir og tækifæri í þeim atvinnugreinum sem um ræðir.
Endurbætur á samkeppnisreglum og hugmyndir að breyttum áherslum í
framkvæmd samkeppniseftirlits. Áskoranir á krepputímum.
Niels Rytter Jensen, hagfræðingur,
30. september 2009
Opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands
Niels Rytter er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í samkeppnismálum með aðsetur í Kaupmannahöfn. Hann starfaði um áratugaskeið sem yfirmaður hjá dönsku samkeppnisstofnuninni. Hann býr yfir víðtækri reynslu af alþjóðasamstarfi á sviði samkeppnismála m.a. sem stjórnandi samnorrænna og samevrópskra verkefna. Niels Rytter kenndi um tveggja áratugaskeið hagfræði við Copenhagen Business School.
Endurreisn, sóknarfæri og samkeppnishæfni.
Morgunfundur um samkeppnishæfni Íslands í samvinnu við 20/20 Sóknaráætlun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem er samstarfsaðili World Economic Forum á Íslandi. 25. september 2009
Gögn sem tilheyra viðburðinum:
- Katrín Jakobsdóttir, 2009. Kynning á 20/20 Sóknaráætlun.
- Runólfur Smári Steinþórsson, 2009. Hvernig mætti efla samkeppnishæfnina?
- Irene Mia hagfræðingur og framkvæmdastjóri World Economic Forum, 2009. Assessing Iceland's competitiveness amidst the global economic crisis. Findings from the Global Competitiveness Index 2009-2010
- Hörður Arnarson, 2009. Áskorun atvinnulífsins.
Hvernig verður Ísland samkeppnishæft á ný?
Morgunfundur í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Spannir, 7. maí 2009.