Háskóli Íslands

Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni: Viðburðir

Samkeppnishæfni Íslands – kynningar á klösum og stöðu þeirra

3. febrúar 2010

Nemendur í meistaranámi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands halda kynningar á klasaverkefnum sem unnin voru á haustmisseri 2009 í námskeiðinu Samkeppnishæfni. Námskeiðið er í boði árlega í samstafi við stofnun Michaels E. Porters við Harvard háskóla.

Markmiðið er að kynna tiltekna klasa og draga fram hvaða ljósi klasagreining varpar á helstu áskoranir og tækifæri í þeim atvinnugreinum sem um ræðir.

Endurbætur á samkeppnisreglum og hugmyndir að breyttum áherslum í
framkvæmd samkeppniseftirlits. Áskoranir á krepputímum.

Niels Rytter Jensen, hagfræðingur,

30. september 2009

Opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands

Niels Rytter er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í samkeppnismálum með aðsetur í Kaupmannahöfn. Hann starfaði um áratugaskeið sem yfirmaður hjá dönsku samkeppnisstofnuninni. Hann býr yfir víðtækri reynslu af alþjóðasamstarfi á sviði samkeppnismála m.a. sem stjórnandi samnorrænna og samevrópskra verkefna. Niels Rytter kenndi um tveggja áratugaskeið hagfræði við Copenhagen Business School.

 

Endurreisn, sóknarfæri og samkeppnishæfni.

Morgunfundur um samkeppnishæfni Íslands í samvinnu við 20/20 Sóknaráætlun og Nýsköpunarmiðstöð  Íslands sem er samstarfsaðili World Economic Forum á Íslandi. 25. september 2009

Gögn sem tilheyra viðburðinum:

  1. Katrín Jakobsdóttir, 2009. Kynning á 20/20 Sóknaráætlun.
  2. Runólfur Smári Steinþórsson, 2009.  Hvernig mætti efla samkeppnishæfnina?
  3. Irene Mia hagfræðingur og framkvæmdastjóri World Economic Forum,  2009. Assessing Iceland's competitiveness amidst the global economic crisis. Findings from the Global Competitiveness Index 2009-2010
  4. Hörður Arnarson, 2009. Áskorun atvinnulífsins.

 

Hvernig verður Ísland samkeppnishæft á ný?

Morgunfundur í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Spannir, 7. maí 2009.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is