Háskóli Íslands

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti

Rannsóknamiðstöð um stjórnarhætti (Center of Corporate Governance - CCG) er vísindaleg rannsóknastofa sem starfrækt er í tengslum við Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands (Institute for Business Research, University of Iceland). Forstöðumaður rannsóknamiðstöðvarinnar er dr. Eyþór Ívar Jónsson, gestadósent við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.

Rannsóknarmiðstöðin heldur einnig úti vefsíðunni www.stjornarhaettir.com.

Rannsóknamiðstöðin er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á sviði stjórnarhátta í víðum skilningi.

 

Hlutverk rannsóknamiðstöðvarinnar er að:

  • Stunda rannsóknir á sviði stjórnarhátta í sterkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf og kynna þær,
  • Vera bakland kennslu í stjórnarháttum og eiga þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema í rannsóknum á sviðinu,
  • Byggja upp tengsl og efla samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði stjórnarhátta,
  • Vinna þjónustuverkefni á sviði stjórnarhátta,
  • Gangast fyrir atburðum sem varða stjórnarhætti.

Rannsóknarmiðstöðin er undir Viðskiptafræðistofnun. Íslensk ráðgjafarstjórn hefur verið frá upphafi: Prófessor Runólfur Smári Steinþórsson, Dr. Páll Harðarsson, forstjóri Nasdaq OMX, og Dr. Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar. Prófessor Þráinn Eggertsson var einnig hluti af ráðgjafarstjórninni fyrstu tvö árin.

Erlend ráðgjafarstjórn samanstendur af: Prófessor Jill Solomon, Henley Business School í Bretlandi, Dr. Janicke Rasmusen, BI í Noregi og Prófessor David Beatty, University of Toronto í Kanada.

Tengiliður: Dr. Eyþór Ívar Jónsson - eij@hi.is

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is