Háskóli Íslands

Rannsóknarmiðstöð um viðskiptasiðfræði - Siðvís

Rannsóknarmiðstöð um viðskiptasiðfræði (Center of Business Ethics) er vettvangur rannsókna og fræðslu á sviði viðskiptasiðfræði. Hún er starfrækt í samstarfi við Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands en starfsemi Rannsóknarmiðstöðvarinnar fellur undir ábyrgð stjórnar. Leiðarljós miðstöðvarinnar er bætt siðferði í viðskiptum á Íslandi.

 

Markmið:

Vera leiðandi afl í rannsóknum á margvíslegum viðfangsefnum viðskiptasiðfræðinnar

Stuðla að bættu viðskiptasiðferði á Íslandi

Stuðla að aukinni umræðu um viðskiptasiðfræði

Stuðla að fræðslu um viðskiptasiðfræði, bæði innan háskólasamfélagsins sem og atvinnulífsins, m.a. með námskeiðahaldi og útgáfu fræðsluefnis á sviði viðskiptasiðfræði

Koma á virkum tengslum við erlendar rannsóknarmiðstöðvar um viðskiptasiðfræði

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is