Háskóli Íslands

Rannsóknaverkefni

Innan Viðskiptafræðistofnunar er á hverjum tíma unnið að ýmiss konar rannsóknum. Stofnunin hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á alþjóðlegt rannsóknasamstarf og leggur metnað sinn í að viðhalda góðum tengslum við erlenda fræðimenn um leið og stöðugt er unnið að því að mynda ný tengsl, bæði erlendis og innan lands.

Reglulega tekur stofnunin að sér tímabundin þjónustuverkefni af ýmsu tagi, s.s. álitsgerðir, úttektir og markaðsrannsóknir. Tengsl stofnunarinnar við marga af helstu fræðimönnum landsins á sviði viðskipta gera það að verkum að stofnunin er í stakk búin til að taka að sér fjölbreytt verkefni á sviði viðskiptafræða, hvort heldur sem um er að ræða stór eða smá verkefni.

Öflug fræðilegt rannsóknastarf fer fram innan Viðskiptafræðistofnunar. Meðal helstu verkefna sem unnið er að um þessar mundir má nefna:

 

Rannsóknir um menningu og samfélag þar sem áhersla er lögð á hlutverk menningar í hagrænum skilningi.

Rannsóknir um stjórnun og stefnumótun þar sem áhersla er m.a. lögð á starfshætti, aðferðir og beitingu ýmiss konar aðferðafræði í stjórnun og stefnumótun.

Rannsókn um hvata innan fyrirtækja til að stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnustað. Rannsóknin er unnin í samstarfi við fjölmörg Evrópulönd og er styrkt af Evrópusambandinu. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is