Háskóli Íslands

Runólfur Smári Steinþórsson

Runólfur Smári Steinþórsson

Menntun
Runólfur Smári lauk cand. oecon. prófi frá Háskóla Íslands árið 1986 af stjórnunarsviði. Hann fór í framhaldsnám til Danmerkur og lauk fyrst meistaraprófi og síðan doktorsprófi frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1995 með stefnumiðaða stjórnun sem sérgrein.

 

Starfsferill
Runólfur Smári vann hjá Eimskipafélaginu á árunum 1979 til 1982 og aftur 1986 til 1987. Hann varð lektor við H.Í. 1993, dósent 1996 og prófessor 2005.

Runólfur Smári hefur sinnt margvíslegum ráðgjafastörfum fyrir opinbera aðila og einkafyrirtæki, einkum á sviði stefnumótunar. Hann hefur m.a. unnið slík störf fyrir Vestmannaeyjabæ, Þjóðminjasafn Íslands, Bergen Museum og RARIK. Innan háskólasamfélagsins hefur Runólfur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum, m.a. verið umsjónarmaður stjórnunarsviðs, formaður vísindanefndar viðskiptaskorar og fyrsti umsjónarmaður M.S. náms í viðskiptafræði. Hann er formaður stjórnar Viðskiptafræðistofnunar og er nú fyrsti forstöðumaður MBA námsins. Hann hefur ritað fræðigreinar um sérsvið sín í erlend tímarit, skrifað smárit og ritstýrt fjölda smárita og bóka sem ritstjóri Ritraðar Viðskiptafræðistofnunar og Bókaklúbbs atvinnulífsins. Kennslugreinar hans eru einkum stjórnun og stefnumótun.

Tölvupóstfang: rsmari@hi.is
Sími: 525-4557/897-1914 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is