Háskóli Íslands

Stjórnun og stefnumótun

Rannsóknaráherslusviðið í stjórnun og stefnumótun er vettvangur fyrir bæði fræðilegar og hagnýtar rannsóknir á sviðinu í víðum skilningi. Markmiðið er að vinna að vönduðum og viðurkenndum rannsóknum og miðla niðurstöðum á fjölbreyttan hátt. Ætlunin er að rannsaka starfshætti, aðferðir og beitingu ýmis konar aðferðafræði í stjórnun og stefnumótun (t.d. stjórnun almennt, skipulag fyrirtækja, stefnumiðaða stjórnun, verkefnastjórnun, þekkingarstjórnun) í öllum gerðum af skipulagsheildum, einkum hér á landi en einnig í öðrum löndum í samstarfi við erlenda rannsakendur.

Litið er á rannsóknaráherslusviðið sem heimasvæði fyrir kennara, nemendur og samstarfsaðila þeirra. Starfsemin á sviðinu getur verið með fjölbreyttu sniði og allar þær rannsóknaraðferðir nýttar sem gagnast. Skipulag starfseminnar innan sviðsins getur einnig verið mismunandi, allt frá því að vera afmörkuð tímabundin verkefni tiltekinna rannsakenda í það að vera rannsóknarsetur með viðvarandi starfsemi og sérstaka skipulagsskrá. Sem dæmi um það síðastnefnda þá er stofnun rannsóknarseturs sem mun leggja sérstaka áherslu á stefnumiðaða stjórnun og skipulag fyrirtækja í undirbúningi.

Umsjónarmaður sviðins er dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is