Háskóli Íslands

Um Viðskiptafræðistofnun

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands er fræðslu- og rannsóknastofnun sem er starfrækt í umboði viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Fjölbreytt nám er í boði hjá stofnuninni bæði fyrir þá sem leita sér að grunnháskólamenntun með vinnu, t.d. Viðskiptafræði með vinnu, og þeim sem hafa áhuga á að bæta við háskólanámi, t.d. MBA. Öflugt rannsóknarstarf er unnið hjá stofnuninni, bæði fræðilegar rannsóknir og útgáfustarfsemi auk þess sem stofnunin tekur að sér hvers lags þjónusturannsóknir og úttektir fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

Boðið er upp á ýmiss konar þjónustu innan Viðskiptafræðistofnunar. Auk þess að bjóða upp á fjölbreytt nám tekur stofnunin að sér fjölbreytt rannsóknar- og þjónustuverkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir.

 

Fyrirtæki og stofnanir

Með hagnýtum rannsóknum, fræðslu og ráðgjöf miðlar Viðskiptafræðistofnun fræðilegri þekkingu til fyrirtækja og stofnana sem vilja beita henni í daglegum rekstri. Hagnýtar rannsóknir geta verið mjög verðmætar fyrir stjórnendur sem vilja auka þekkingu á öllum sviðum rekstrar.

Viðskiptafræðistofnun tekur að sér að gefa álitsgerðir um málefni sem varða viðskipti og viðskiptafræði, s.s. fyrir opinberar nefndir, lögfræðinga, fyrirtæki og stofnanir.

Auk þessa tekur Viðskiptafræðistofnun að sér alls kyns stjórnendaþjálfun, ýmist stutt námskeið um afmörkuð viðfangsefni eða þjálfun sem sérstaklega er sniðin að þörfum hverrar skipulagsheildar.

 

Háskólakennarar

Viðskiptafræðistofnun er vettvangur fyrir háskólakennara sem vilja gera rannsóknir á fræðasviðum sínum í tengslum við atvinnulífið. Stofnunin aðstoðar við styrkumsóknir og leit að samstarfsaðilum í atvinnulífinu og getur einnig annast fjárhagslega umsýslu rannsóknarverkefna.

 

Háskólanemendur

Viðskiptafræðistofnun aðstoðar nemendur í leit að samstarfsaðilum í atvinnulífinu í tengslum við rannsóknir á meistara- eða doktorsstigum og annast fjárhagslega umsýslu verkefna.

 

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands
Gimli við Sæmundargötu
101 Reykjavík
Sími: 525-4180
Netfang: businessresearch@hi.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is