Háskóli Íslands

Viðburðir

Er list útflutningsvara?

Morgunverðarfundur fimmtudaginn 29. maí 2008 kl. 08.30-10.00 á Grand Hótel.

 • Eru list og viðskipti andstæður?

 • Hvað er menningarhagkerfi?

 • Er útflutningur lista háður opinberum styrkjum?

Útflutningsráð Íslands og Bandalag íslenskra listamanna buðu til morgunverðarfundar. Umfjöllunarefni fundarins var útflutningur íslenskrar listar. Þrír fræðimenn veltu fyrir sér spurningum sem varða stöðu listar innan hagkerfisins, hvernig list getur skapað þjóðfélaginu tekjur og hvort ríkið eigi að skipta sér að útflutningi listar með styrkjum.

 

Erindi fluttu:

 1. Margrét Sigrún Sigurðardóttir aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

 2. Gunnar Þór Jóhannesson nýdoktor við Mannfræðistofnun Háskóla Íslands.

 3. Njörður Sigurjónsson lektor við Háskólann á Bifröst.

Fundarstjóri var Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst.„Skapandi atvinnugreinar - Þýðing þeirra fyrir hagvöxt og velmegun á Íslandi".

Laugardaginn 1. október 2005 var haldin ráðstefna á vegum viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands í samvinnu við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Listaháskóla Íslands og Iðntæknistofnun. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Skapandi atvinnugreinar - Þýðing þeirra fyrir hagvöxt og velmegun á Íslandi".

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnaði ráðstefnuna kl. 10 og síðan fluttu tíu fyrirlesarar frá Íslandi, Bretlandi og Danmörku erindi sín.

 

Eftirfarandi fyrirlesarar tóku þátt í ráðstefnunni:

 1. Mark Lorenzen flutti erindið "Creative Industries - What are we talking about and why are we talking about it?"

 2. Smári S. Sigurðsson flutti erindið "Nordic Innovation Centre Creative Industries and IceTec experience"

 3. Ása Richardsdóttir flutti erindið "There is no business like showbusiness",

  Andy Pratt flutti erindið "Creativity and Advertising"

 4. Ágúst Einarsson flutti erindið "Cultural Activies and Creative Industries in Iceland"

 5. Kjartan Ólafsson flutti erindið "Job creation of music production and its economical impact in our society - From the musician point of view"

 6. Nicholas O´Keefee flutti erindið "Design in Iceland: A Preliminary Mapping of the Icelandic Design Industry"

 7. Tina Brandt Husman flutti erindið "Barriers to networking and interfirm cooperation - the case of the Danish design industry... and the Scandinavian"

 8. Margrét Sigrún Sigurðardóttir flutti erindið "Fashion Design in Iceland past to present"

 9. Guðbjörg Gissurardóttir flutti erindið "Design Forum"

 

Í lok ráðstefnunnar voru pallborðsumræður undir stjórn Margrétar Sigrúnar Sigurðardóttur, doktorsnema og sköpuðust miklar umræður um efnið. Ráðstefnan var vel sótt og tókst með ágætum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is