Háskóli Íslands

Viðmið

Af undirbúningi Vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar 2012

Við minnum á að fjórða Vorráðstefnan verður haldin föstudaginn 23. mars 2012.

Ritnefnd ráðstefnunnar hefur nú yfirfarið þau atriði sem óskað er eftir að ritrýnar hafi að leiðarljósi og telur mikilvægt að höfundar greina séu vel upplýstir um þau viðmið.

  1. Hversu mikilvægt er efnið fyrir „fag-/fræðigreinina“?  Er hægt að koma mikilvægi efnisins betur á framfæri?
  2. Er greinin byggð á traustum fræðilegum grunni? (fagleg tenging við hugmyndafræðilegar stefnur, aðferðir og þróun „fræði-/faggreinarinnar“). 
    Eru tengslin við viðkomandi fræðilegan grunn skýr?
  3. Er greinin byggð á vandaðri rannsóknarvinnu, ef það á við? (gögn, úrvinnsla, framsetning
    niðurstaðna og túlkun). 
  4. Svara niðurstöður rannsóknarspurningunni vel? Nær greinin því markmiði sem höfundur setur fram í upphafi?
  5. Er málfar og frágangur af þeim gæðum sem hæfa fræðilegri umræðu?

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við ritnefnd Vorráðstefnunnar en í henni eru þeir Kári Kristinsson, lektor, Magnús Pálsson, forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar og Þórður Óskarsson, aðjúnkt.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is