Háskóli Íslands

Vormisseri

3. apríl 2014: Umhverfisleg sjálfbærni Íslands: Rýnihóparannsókn

Lára Jóhannsdóttir er nýdoktor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Umhverfisleg sjálfbærni er ein forsenda sjálfbærrar þróunar, en umhverfisleg sjálfbærni miðar að því að núverandi kynslóð gangi ekki svo nærri auðlindum jarðar að komandi kynslóðir sjái sér ekki farborða. Í rannsókn þessari er leitast við að svara spurningum um sjálfbærni Íslands. Spurningarnar voru lagðar fyrir rýnihópa um tiltekin þemu, en þemun voru líffræðilegur fjölbreytileiki, orka, ferksvatn, úrgangsmál, landnýting, höf og strandir og lofthjúpur. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að ýmsir þættir séu Íslendingum hagfelldir þegar kemur að sjálfbærni landsins, s.s. ferskvatn, orka og fiskistofnar, en aðrir þar sem betur mætti fara t.d. umgengni um auðlindir, útblástur gróðurhúsalofttegunda, uppblástur eða skortur á þekkingu.

 

6. mars 2014: Hltuverk stjórnandans í nýsköpun

Eiríkur Hilmarsson er lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna hvaða þættir hafa áhrif á árangur í nýsköpun og ófáar kenningar hafa verið kynntar því til skýringar. Einn af áhrifaþáttum árangurs í nýsköpun er talinn vera aðkoma æðstu stjórnenda, þó einkum virkni forstjóra. Aðkoma forstjóra að nýsköpun getur verið í formi beinnar þátttöku eða stuðnings. Í málstofunni verður fjallað um fræðileg álitamál um rannsóknir á aðkomu forstjóra að nýsköpun og hvernig hún hefur áhrif á árangur í nýsköpun. 

 

23. janúar 2014: Tengsl nýsköpunarmenningar og árangurs

Gunnar Óskarsson er lektor við Viðskipafræðideild Háskóla Íslands

Könnun meðal stjórnenda þeirra 1.000 fyrirtækja sem ráðstöfuðu mestum fjármunum í rannsóknir og vöruþróun leiddi í ljós að einungis um fjórðungur af þeim telja sig ná góðum árangri á báðum stigum nýsköpunar, þ.e. forstigi, sem byggir á skapandi hugsun og menningu sem ýtir undir þróun nýrra hugmynda, og framkvæmdastigsins þar sem hugmyndirnar eru þróaðar áfram, prófaðar og þeim komið í framkvæmd. Kynnt var rannsóknarlíkan sem sýnir tengsl helstu lykilþætti við árangur á forstigi og framkvæmdastigi nýsköpunar. Einnig voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var til að greina þessi tengsl.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is