Háskóli Íslands

Vormisseri 2013

29. maí 2013: Emergent organizing in temporary organizations: A systematic literature review.

Regína Ásdísardóttir, er doktorsnemi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Tilgangur þessa kerfisbundna fræðilega yfirlits er að komast að því hvaða þekkingu er ábótavant á sviði sjálfsprottinnar skipulagningar (emergent organizing) í tímabundnum skipulagsheildum (temporary organizations). Einnig að framkalla fræðilegan bakgrunn og rökstuðning fyrir frekari rannsókn(um) á efninu.

Aðferðafræðin á rætur sínar að rekja til heilbrigðisvísinda sem notuð er til þess að greina fyrirliggjandi þekkingu. Í yfirlitinu eru ritrýndar greinar greindar í fyrsta lagi á lýsandi hátt og í öðru lagi eftir þemum (desctriptive and thematic analysis) sem birtast í þeim greinum sem veljast eftir ákveðnum leitarforsendum. Rannsóknarferlinu er lýst á nákvæman hátt til þess að gera það gagnsætt.

Yfirlitið getur nýst fræðasamfélaginu með því að gera grein fyrir rannsóknarstöðu og fyrirliggjandi skilnings á sjálfsprottinni skipulagningu í tímabundnum skipulagsheildum, auk þess að leggja fram rökstuddar tillögur um frekari rannsóknir. Vísindalegt gildi felst í því að koma fram með fræðilegt yfirlit yfir efni sem ekki hefur verið tekið saman áður.

 

 

15. maí 2013: Gender, Nationality and Leadership Style: A Literature Review

Inga Minelgaite Snaebjornsson, er doktorsnemi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

The aim of this paper is to review research available on gender and nationality as determinants of leadership style, with special focus on top leaders/managers. The paper is based on a systematic literature review. The systematic literature search resulted in 27 papers, that were grouped in five categories: 1) Leaders’ characteristics, behavior and style, 2) Perception regarding leaders, their traits and leadership styles, 3) Women’s barriers towards leader positions, 4) Leadership outcome/results, 5) Effect of research methods on leader evaluation. Questionnaires were the most used research method in the reviewed studies. Almost half of the papers focus on the US, while the rest deal with African, Asian, and European countries. In this review, we found that women and men have a very similar perception of a successful manager. However, women and men display differences in their leader behavior and characteristics, and way of leading. “Results/outcomes” of such a leadership can differ. The review shows, furthermore, that a glass ceiling and other barriers for women do still exist.The paper ends by identifying the needs for further research in the study area.

 

24. apríl 2013: Mannauðsstjóri sem breytingastjóri - þátttaka mannauðsstjóra í meiriháttar breytingum

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson er dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Lítið hefur verið skrifað um þátt mannauðsstjóra við innleiðingu meiriháttar breytinga hér á landi og erlendis. Markmið þessarar rannsóknar er að fá skýrari sýn á hlutverk, reynslu og þekkingu íslenskra mannauðsstjóra af stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja. Greint er frá því hvernig mannauðsstjóri nýtist fyrirtækjum í breytingaferli og hvaða hlutverki hann gegnir í meiriháttar breytingum. Í rannsókninni, sem var eigindleg voru tekin hálf opin viðtöl við átta mannauðsstjóra eða starfsmannastjóra. Allir viðmælendur höfðu gengið í gegnum meiriháttar breytingar sem höfðu víðtæk áhrif á starfsemi fyrirtækisins og kröfðust þess að starfsmenn myndu aðlagast breyttum aðstæðum. 

 

10. apríl 2013: Stjórnarmynstur og útgjöld hins opinbera

Gylfi Magnússon er dósent við Viðskipafræðideild Háskóla Íslands

Í rannsókninni voru útgjöld hins opinbera á Íslandi skoðuð fyrir tímabilið frá 1924 til 2011. Greint var hvort það virðist skipta máli fyrir þróun annars vegar opinberra útgjalda í heild og hins vegar útgjalda vegna samneyslu hvort við völd hefur verið hægri stjórn eða vinstri stjórn. Í ljós kemur að nær allan tímann hafa opinber útgjöld og samneysla farið vaxandi og aukningin hefur verið umtalsvert meiri en aukning landsframleiðslu. Ekki virðist hins vegar mikill munur á þróuninni eftir því hvers konar ríkisstjórn var við völd í landsmálum á hverjum tíma. Jafnframt kemur í ljós að samneysla og opinber útgjöld hafa að jafnaði vaxið mun meira á kosningaárum en önnur ár.

 

3. apríl 2013: Þjónandi forysta: Að þjóna og leiða

Sigurður Ragnarsson er doktorsnemi við Viðskipafræðideild Háskóla Íslands

Á málstofunni var fjallað um yfirstandandi doktorsrannsókn þar sem augum var beint að þjónandi forystu (e. Servant leadership) en þessi tegund forystu er iðkuð af mörgum skipulagsheildum, að hluta eða öllu leyti. Rannsóknin er tvíþætt. Í fyrsta lagi er fyrirbærið þjónandi forysta skoðuð og hvað hún stendur fyrir. Í öðru lagi, snýst rannsóknin um að skoða og leitast við að skilja hvernig þjónandi forysta er framkvæmd af skipulagsheildum sem iðka slíka forystu. Farið var yfir þessa þætti og fjallað var um stöðu rannsóknar og næstu skref.

 

27. mars 2013: Hæfni íslenskra mannauðsstjóra

Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor við Viðskipafræðideild Háskóla Íslands

Á málstofunni var fjallað um verkefni og hæfni mannauðsstjóra í íslenskum fyrirtækjum. Kynntar voru niðurstöður könnunnar meðal 144 mannauðs- og framkvæmdastjóra í fyrirtækjum að ólíkri stærð.

Helstu niðurstöður voru þær að mannauðsstjórar og staðgenglar þeirra voru flestir sammála um að mannleg samskipti, virk hlustun og ráðgjöf við stjórnendur skipta mestu máli í starfi mannauðsstjóra og eru forsenda þess að ná góðum árangri. Þeir töldu helstu viðfangsefni í starfi mannauðsstjóra vera ráðningarviðtöl, móttöku nýliða, fræðslu, stefnumótun, frammistöðumat, kjaramál, erfið starfsmannamál, ráðgjöf við stjórnendur, breytingastjórnun, launamál og uppsagnir. Nokkur áherslumunur kom fram á milli mannauðsstjóra og annarra aðila sem sinna starfsmanna­málum í fyrirtækjum.

 

13. mars 2013: Þátttaka starfsmanna í samfélagsábyrgð fyrirtækja

Snjólfur Ólafsson er prófessor við Viðskipafræðideild Háskóla Íslands

Í erindinu var leitað svara við spurningunum: Hvers vegna er þátttaka starfsmanna nauðsynleg ef fyrirtæki vill vera samfélagslega ábyrgt? og Hvernig er hægt að ná fram þátttöku starfsmanna?

Erindið byggði að hluta til á doktorsrannsókn Láru Jóhannsdóttur á umhverfisábyrgð hjá norrænum tryggingafélögum. Meðal niðurstaðna er að um innleiðingu á samfélagsábyrgð gildir flest sem gildir almennt um innleiðingu stefnu, en þó er nokkur sérstaða. Helsta sérstaðan er kannski sú að margir starfsmenn finna þörf hjá sér til að sýna samfélagsábyrgð og það getur auðveldað innleiðinguna.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is