Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands stendur fyrir árlegri Vorráðstefnu um rannsóknir í viðskiptafræði. Vorráðstefnan er vettvangur fyrir fræðimenn sem stunda rannsóknir á sviði viðskipta til að kynna rannsóknarviðfangsefni sín og niðurstöður.
Greinar sem kynntar eru á vorráðstefnunni eru gefnar út í ráðstefnuriti. Hér til vinstri má nálgast upplýsingar um ráðstefnur síðustu ára og ráðstefnuritin.