Háskóli Íslands

Vorráðstefna 2009

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands stóð fyrir Vorráðstefnu um rannsóknir í  viðskiptafræði miðvikudaginn 20. maí 2009. Vorráðstefnan er vettvangur fyrir fræðimenn sem stunda rannsóknir á sviði viðskipta til að kynna rannsóknarviðfangsefni sín og niðurstöður fyrir öðrum fræðimönnum á sviðinu.

Auður Hermannsdóttir, forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar setti ráðstefnuna. Í kjölfarið flutti aðalfyrirlesari ráðstefnunar, prófessor Michael Evan Goodsite, erindi sem ber yfirskriftina: Corporate Strategies and Climate Change. Nánari upplýsingar um prófessor Michael Evan Goodsite má nálgasta hér.

Greinar sem kynntar voru á ráðstefnunni eru birtar í rafrænu ráðstefnuriti sem gefið er út af Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands og er opið og aðgengilegt á vef stofnunarinnar. Ritstjórar voru Auður Hermannsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, Margrét Sigrún Sigurðardóttir aðjúnkt og Snjólfur Ólafsson prófessor.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is