Háskóli Íslands

Vorráðstefna 2010

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands stóð fyrir Vorráðstefnu um rannsóknir í viðskiptafræði 20. maí 2010.

Vorráðstefnan er vettvangur fyrir fræðimenn sem stunda rannsóknir á sviði viðskipta til að kynna rannsóknarviðfangsefni sín og niðurstöður fyrir öðrum fræðimönnum á sviðinu. Aðalfyrirlesari var prófessor Ruth Towse og bar erindi hennar yfirskriftina: Creativity, Copyright and the Creative Industries Paradigm. Nánari upplýsinga má finna hér.

Viðskiptafræðistofnun birtir greinar ráðstefnunnar í rafrænu ráðstefnuriti og verður það opið og aðgengilegt á vef stofnunarinnar. Allar greinar voru ritrýndar af tveimur einstaklingum og var fyrirkomulagið „tvíblind“ ritrýni. Ritrýnar lögðu mat á nýmæli greinarinnar, hvernig rannsóknarspurningar voru settar fram og þeim svarað, hvernig unnið var með gögn og staðið að úrvinnslu (ef slíkt átti við) og uppbyggingu greinar og málfars. Ritstjórar voru Eiríkur Hilmarsson, fv. forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, Snjólfur Ólafsson prófessor og Þóra Christiansen aðjúnkt.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is