Háskóli Íslands

Vorráðstefna 2011

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands stóð fyrir Vorráðstefnu um rannsóknir í viðskiptafræði í þriðja sinn, 13. apríl 2011. Vorráðstefnan er vettvangur fyrir fræðimenn sem stunda rannsóknir á sviði viðskipta til að kynna rannsóknarviðfangsefni sín og niðurstöður fyrir öðrum fræðimönnum á sviðinu. Magnús Pálsson forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar setti ráðstefnuna og í kjölfarið flutti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra erindi.

Hér má nálgast erindi Katrínar.

Á ráðstefnunni voru flutt 24 erindi sem byggja á nýjum fræðilegum og hagnýtum rannsóknum um ýmis svið viðskiptafræðinnar, svo sem markaðsfræði, mannauðsstjórnun og stefnumótun.

Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér.

Eftir flutning erinda var efnt til pallborðsumræðna sem Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar stýrði. Yfirskriftin var: Akademían og atvinnulífið - hvernig geta Háskólinn og atvinnulífið starfað saman báðum til hagsbóta?

Þátttakendur voru Ásta Bjarnadóttir, forstöðumaður innlendra háskólasamskipta HÍ, Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins

Allar greinar voru ritrýndar af tveimur einstaklingum og var fyrirkomulagið „tvíblind“ ritrýni. Ritrýnar lögðu mat á nýmæli greinarinnar, hvernig rannsóknarspurningar voru settar fram og þeim svarað, hvernig unnið var með gögn og staðið að úrvinnslu (ef slíkt átti við) og uppbyggingu greinar og málfars. Ritstjórar voru Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt, Jón Snorri Snorrason, lektor og Þóra Christiansen, aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is