Háskóli Íslands

Vorráðstefna 2012

Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar 23. mars 2012

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands stóð í fjórða sinn fyrir Vorráðstefnu um rannsóknir í viðskiptafræði, föstudaginn 23. mars síðastliðinn.  Tilgangurinn er m.a. að skapa eftirsóknarverðan vettvang fyrir kynningu rannsóknarverkefna og faglegar umræður um framlag rannsóknaraðila.  Alls hafa um 60 rannsóknarerindi verið flutt á þeim þremur ráðstefnum sem haldnar hafa verið.

Í tengslum við ráðstefnuna er gefið út rafrænt ráðstefnurit þar sem ritrýndar greinar eru kynntar. Hver grein var ritrýnd af tveimur einstaklingum og var um „tvíblinda“ ritrýni að ræða. Ritrýnar lögðu mat á nýmæli greinarinnar, hvernig rannsóknarspurningar voru settar fram og þeim svarað, hvernig unnið var með gögn og staðið að úrvinnslu, auk uppbyggingu greinar og málfar.

Ritstjórar eru Kári Kristinsson, lektor, Magnús Pálsson, forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar og Þórður Óskarsson, aðjúnkt.

Hér má nálgast ráðstefnurit Vorráðstefnunnar 2012.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is