Háskóli Íslands

Vorráðstefna 2015

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands stendur fyrir Vorráðstefnu um rannsóknir í viðskiptafræði, þriðjudaginn 21. apríl 2015

Ráðstefnurit Vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 2015.

Ráðstefnurit Vorráðstefnu 2015

Að þessu sinni verður ekki aðeins boðið upp á að kynna ritrýndar greinar heldur verður einnig möguleiki á annars konar erindum. Enn fremur er leitað eftir tilboðum um að skipuleggja málstofur, þar sem gæti bæði verið um hefðbundin erindi að ræða en einnig annars konar innlegg, t.d. erindi úr atvinnulífinu eða pallborðsumræður.

Rafrænt ráðstefnurit verður gefið út með ritrýndum greinum. 

Um ritrýndar greinar

Óskað er eftir greinum á öllum sviðum sem tengjast viðskiptafræði. Hver grein verður ritrýnd af tveimur einstaklingum („tvíblind ritrýni“). Ritrýnar leggja mat á nýmæli greinarinnar, hvernig rannsóknarspurningar eru settar fram og þeim svarað, hvernig unnið er með gögn og staðið að úrvinnslu (ef slíkt á við), auk uppbyggingu greinar og málfar. Greinar skulu að hámarki vera 10 blaðsíður að lengd (3500 orð án heimildarskrár) og efni þeirra má ekki hafa birst áður eða vera í ritrýniferli hjá tímariti. Hver og einn getur verið höfundur að tveimur erindum. Ritstjórn tekur endanlega ákvörðun um samþykki greinar og þar með flutnings erindis. 

Um erindi án ritrýndrar greinar

Í þessu tilviki sendir einstaklingur inn ágrip og ákvörðun um að erindið verði flutt á ráðstefnunni byggist á útdrættinum. Ritstjórn tekur ákvörðun um þetta.

Um tilboð um að skipuleggja málstofur

Þeir sem hafa áhuga á að skipuleggja málstofur senda um það tilboð þar sem greint er frá því í stuttu máli um hvað málstofan (eða tvær málstofur) fjallar og útgangspunkt við skipulagningu hennar. 

Helstu dagsetningar 

  • Þeir sem hafa áhuga á að skipuleggja málstofu(r) sendi tillögu um það sem fyrst, en ekki seinna en 2. febrúar 2015.
  • Síðasti skiladagur ágrips er 2. febrúar 2015 u.þ.b. 200 orð (businessresearch@hi.is ). 
  • Síðasti skiladagur ráðstefnugreina er 2. mars 2015, (businessresearch@hi.is). Höfundar eru beðnir um að kynna sér vel reglur um uppsetningu greina og fylgja þeim.
  • Höfundar fá svar eigi síðar en 23. mars 2015 um hvort grein er samþykkt.
  • Skipuleggjendur málstofa verði komnir með tilbúna málstofu 23. mars 2015
  • Síðasti skiladagur fyrir endurbætta grein er 6. apríl 2015 (annar í páskum).
  • Dagská verði kynnt 10. apríl 2015.
  • 21. apríl 2015: Ráðstefnan

 

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is