Háskóli Íslands

Rannsóknamiðstöðvar

Innan Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands eru starfræktar sjö rannsóknamiðstöðvar. Hver um sig er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs þar sem meginmarkmið er að miðla aukinni þekkingu til fræðaheimsins sem og til íslensks þjóðlífs.

 

Rannsóknarmiðstöð um markaðs- og þjónustufræði

Rannsóknarmiðstöð um markaðs- og þjónustufræði (Center of Marketing and Service Management, CEMSEM) er vísindaleg rannsóknastofnun sem starfrækt er af Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (University of Iceland, School of Business) og starfar í nánum tengslum við Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands (Institute for Business Research, University of Iceland). Forstöðumaður er Þórhallur Guðlaugsson dósent (th@hi.is).

 

Rannsóknarmiðstöð skapandi greina - RCCI
Rannsóknarmiðstöð skapandi greina (Research Centre for Creative Industries) er vettvangur rannsókna á menningu og sköpun innan viðskiptafræða. Markmið miðstöðvarinnar m.a. að rannsaka og efla skilning og þekkingu á menningu og sköpun í hagrænum skilningi. Forsvarsmaður RCCI er Margrét Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Viðskiptafræðideild.

 

Rannsóknarmiðstöð um stefnu og samkeppnishæfni - CSC
Rannsóknamiðstöð um stefnu og samkeppnishæfni (Center of Strategy and Competitiveness - CSC) er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á sviði stefnumiðaðrar stjórnunar og samkeppnishæfni í víðum skilningi. Innan CSC eru stundaðar rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf, unnin þjónustuverkefni á sviðinu auk þess að staðið er fyrir viðburðum sem varða stefnu og samkeppnishæfni. Forsvarsmaður CSC er Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is