Um Viðskiptafræðistofnun

Viðskiptafræðistofnun er fræðslu- og rannsóknastofnun sem er starfrækt í umboði viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands.

Öflugt rannsóknarstarf er unnið hjá stofnuninni, bæði fræðilegar rannsóknir og útgáfustarfsemi auk þess sem stofnunin tekur að sér hvers lags þjónusturannsóknir og úttektir fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

Stofnunin tekur að sér stjórnendaþjálfun, fræðslu og ráðgjöf meðal annars um hagnýtingu rannsókna til verðmætasköpunar og aukinnar þekkingar á sviði rekstrar.

Stofnunin kemur að skipulagningu, kennslu og mati á gæðum á MBA námi HÍ. 

Image
""