Working Paper ritröð
Greinar sem birtast í Working Paper ritröð Viðskiptafræðistofnunar þurfa að uppfylla almennar gæðakröfur um nýnæmi, mikilvægi og öguð vinnubrögð fræðigreina.
Greinarnar þurfa að leggja nokkuð til aukinnar þekkingar, kenninga, stefnu eða vinnulags á fræðasviði viðskiptafræðanna.
Stjórn Viðskiptafræðistofnunar mun meta hvort greinarnar fáist birtar í Working Paper ritröðinni. Ákvörðun um birtingu mun meðal annars byggja á:
- Gæðum texta, framsetningar gagna og líkum á því að efnið höfði til háskóla- og fræðasamfélagsins.
- Heildarsamsetningu greinarinnar: Að markmið séu skýrt sett fram, sem og fræðilegur grunnur, aðferðafræði, niðurstöður og/eða rökstuðningur og þýðing fyrir bæði fag- og fræðasvið viðskiptafræðanna.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson: Stéttarfélagsaðild á Íslandi – samanburður við önnur lönd og ástæður hárrar stéttarfélagsaðildar hér á landi.
Eftirfarandi leiðbeiningum skal fylgt við frágang greina sem sendar eru inn til birtingar í Working Paper ritröð Viðskiptafræðistofnunar.
Almennar leiðbeiningar
- Handritið (með heimildaskrá, neðanmálsgreinum og samantekt) á að vera á milli 2.000 og 10.000 orð.
- Allur texti skal vera í leturgerðinni Times New Roman í 14 punkta stærð.
- Spássíur skulu vera 2,54 cm að ofan og neðan, 4 cm vinstra megin oo 2,5 cm hægra megin.
- Allar blaðsíður skulu vera númeraðar og blaðsíðutöl miðjujöfnuð.
- Almennur texti í handriti skal vera með einu og hálfu línubili.
- Nafn höfundar og rannsóknarstofnunar (vinnustaðar), auk upplýsinga um póstfang, síma og netfang, skulu birtar á forsíðu.
- Efst hægra megin á forsíðu skal koma fram ISSN númer tímaritsins sem er 1670-7168.
Samantekt: Handritinu skal fylgja samantekt, ekki yfir 200 orð.
Neðanmálsgreinar: Forðast skal að nota neðanmálsgreinar, nema í
undantekningartilfellum. Þær skal þá merkja með „superscript“ táknum og birta þær í númeraröð í lok greinar.
Myndir og töflur: Þær skal láta fylgja á sérstökum síðum í lok greinarinnar. Þær skulu númeraðar og vísað í þær í texta. Þær skulu settar upp þannig að hægt sé að átta sig á þeim án þess að styðjast við textann.
Heimildaskrá: Höfundum er bent á að vanda sérstaklega til heimildaskrár og vísana í heimildir í texta. Vísa skal í heimildir í texta með því að setja nafn höfundar og útgáfuár innan sviga (Smith, 1999). Við beina tilvitnun skal einnig setja blaðsíðutalið innan sviga (Smith, 1999, bls. 26). Tilvísanir í heimildir í texta skal tilgreina í réttri tímaröð. Heimildaskrá á að koma síðast og á einungis að innihalda þær heimildir sem í er vísað í textanum. Heimildaskráin skal vera í stafrófsröð eftir nöfnum höfunda og í réttri tímaröð fyrir hvern höfund. Komi fyrir fleiri en ein heimild frá sama ári frá
einum höfundi skal merkja þær heimildir a, b, c, o.s.frv. Ef um er að ræða tvo höfunda eða fleiri skal vísa í heimildina í texta semmSmith et al. auk dagsetningar. Í heimildaskrá skal hins vegar tilgreina nöfn allra höfundanna.
Dæmi:
GREIN
Ebadi, Y. M. and Utterback, J. M. (1984), ‘The Effects of Communication on
Technological Innovation’, Management Science, 30, 5, 572–85.
BÓK
Keohane, R. O. (1989), International Institutions and State Power, Boulder, Colo, Westview Press.
GREINASAFN
Krasner, S. (ed.) (1983), International Regimes, Ithaca, N.Y., Cornell University Press.
BÓKARKAFLI
Bogner, W. C. and Thomas, H. (1994), ‘Core Competence and Competitive
Advantage’. In Hamel, G. and Heene, A. (eds), Competence Based Competition, Chichester: Wiley, pp. 233–88.
Frekari leiðbeiningar um uppsetningu
1 FYRSTA FYRIRSÖGN
Times New Roman letur, 14 punkta stærð, feitletrað, uppstafir, eitt og hálft
línubil, vinstri jafnað.
1.1 ÖNNUR FYRIRSÖGN
Times New Roman letur, 14 punkta stærð, skáletrað, uppstafir, eitt og hálft
línubil, vinstri jafnað.
1.1.1 Þriðja fyrirsögn
Times New Roman letur, 14 punkta stærð, einn og hálft línubil, vinstri jafnað.