Fyrirtæki og stofnanir
Öflugt rannsóknarstarf er unnið hjá stofnuninni. Stofnunin tekur að sér hvers lags þjónusturannsóknir og úttektir fyrir fyrirtæki og stofnanir sem og fræðslu og stjórnendaþjálfun.
Álitsgerðir
Viðskiptafræðistofnun tekur að sér að gefa álitsgerðir um málefni sem varða viðskipti og viðskiptafræði, til dæmis fyrir:
- opinberar nefndir
- lögfræðinga
- fyrirtæki og stofnanir
Stjórnendaþjálfun
Stofnun tekur að sér alls kyns stjórnendaþjálfun, ýmist stutt námskeið um afmörkuð viðfangsefni eða þjálfun sem sérstaklega er sniðin að þörfum hverrar skipulagsheildar.
Ráðgjöf og fræðsla
Með hagnýtum rannsóknum, fræðslu og ráðgjöf miðlar Viðskiptafræðistofnun fræðilegri þekkingu til fyrirtækja og stofnana sem vilja beita henni í daglegum rekstri.
Hagnýtar rannsóknir geta verið mjög verðmætar fyrir stjórnendur sem vilja auka þekkingu á öllum sviðum rekstrar.