Rannsóknarmiðstöð um nýsköpun og alþjóðaviðskipti

Rannsóknarmiðstöð um nýsköpun og alþjóðaviðskipti (Icelandic research center for Innovation and Globalization) er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á sviði nýsköpunar og alþjóðaviðskipta.

Lögð er áhersla á að þær rannsóknir sem unnar verða innan miðstöðvarinnar skili af sér niðurstöðum sem munu miðla aukinni þekkingu til fræðaheimsins, bæði hérlendis og erlendis.

Einnig að niðurstöðurnar skili aukinni þekkingu inn í íslenskt þjóðlíf sem meðal annars muni stuðla að meiri og betri kennslu í nýsköpun og alþjóðaviðskiptum.

Image
""

Forsvarsmaður

No content has been found.

Hlutverk Rannsóknarmiðstöðvarinnar er í meginatriðum fimmþætt:

  • Að stunda rannsóknir á sviði nýsköpunar og alþjóðaviðskipta í sterkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf og kynna þær
  • Að vera bakland kennslu í nýsköpun og alþjóðaviðskiptum og eiga þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema í rannsóknum á sviðinu
  • Að sinna tengslum og efla samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði nýsköpunar og alþjóðaviðskipta
  • Að sinna þjónustuverkefnum á sviði nýsköpunar og alþjóðaviðskipta
  • Að gangast fyrir atburðum sem varða nýsköpun og alþjóðaviðskipti