Rannsóknarmiðstöð skapandi greina

Rannsóknarmiðstöðin tengir fræðimenn á sviði menningar, sköpunar og viðskipta við þátttakendur í skapandi greinum, og endurspeglast þessi tenging í stjórn stofnunarinnar.

Rannsóknarmiðstöðin er vettvangur rannsókna á menningu og sköpun innan viðskiptafræða og eru markmið miðstöðvarinnar eftirfarandi:

  • Að rannsaka og efla skilning á menningu og sköpun í hagrænum skilningi.
  • Að stuðla að þekkingu á umhverfi menningar og sköpunar, og hlutverki þess í eflingu skapandi greina.
  • Að efla þekkingu á hlutverki og umfangi menningar og sköpunar í íslensku samfélagi.

Leitast verður við að uppfylla þessi markmið með rannsóknum starfsmanna og nemenda HÍ auk rannsókna í samstarfi við fræðimenn og fulltrúa skapandi greina, bæði innanlands og utan.

Image
""

Forsvarsmaður

Mynd af Margrét Sigrún Sigurðardóttir Margrét Sigrún Sigurðardóttir Dósent 5254445 mss [hjá] hi.is https://iris.rais.is/is/persons/bbef1227-e664-4a35-a90a-c04f5bc27a53 Viðskiptafræðideild

Stjórn Rannsóknarmiðstöðvar skapandi greina er skipuð fimm einstaklingum sem kosnir eru á aðalfundi. Stjórnin er skipuð til fjögurra ára í senn. Stjórnin skal skipuð fagaðilum innan skapandi greina.  Stjórnin er í dag skipuð:

  • Björg Stefánsdóttir – Kynningarmiðstöð Íslenskrar myndlistar
  • Hilmar Sigurðsson – Kvikmyndaframleiðandi
  • Margrét Sigrún Sigurðardóttir, Viðskiptafræðideild HÍ
  • Ólöf Gerður Sigfúsdóttir – Listaháskóla Íslands
  • Sigtryggur Baldursson – Útón

Skapandi greinar er íslensk þýðing á hugtakinu Creative industries, sem í grófum dráttum vísar til þeirrar atvinnu eða iðngreina sem byggja á hinum hefðbundnum listgreinum (Caves,2000). Nákvæmari skilgreiningar á skapandi atvinnugreinum gera yfirleitt tilraun til þess að fastsetja hvaða greinar þetta eru og eru þær skilgreiningar misjafnar.

Ólíkt menningarhagfræði, hafa rannsóknir á skapandi greinum ekki miðað að því að réttlæta opinbera styrki til menningar, heldur hefur umfjöllunin gengið út frá þeirri forsendu að skapandi greinar eigi að skoða á sama hátt og aðrar atvinnugreinar.

Þó að skapandi greinar séu á margan hátt ólíkar hefðbundnum atvinnugreinum eru þær engu að síður atvinnu- og tekjuskapandi.

Rannsóknir á skapandi greinum hafa oft miðað að því að kortleggja umfang og skipulag skapandi greina, og þá sérstaklega í þeim breytingum sem hafa orðið á dreifingarleiðum í tónlistar- og kvikmyndaiðnaði og bókaútgáfu.

  • Stuðningsumhverfi skapandi greina – 2012

Skýrsla unnin við atvinnuvegaráðuneytið (óbirt)